Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 12

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 12
STIKLAE A STORU... Útflutningsmiðstöð iðnaðarins í ýtarlegri ársskýrslu Útflutnlngs- miöstoövar iðnaðarins fyrir árið 1978 er margvíslegan fróöleik að finna um starfsemi Útflutningsmið- stöövarinnar í þau tíu ár, sem hún hefur starfað og um þróun útflutn- ings íslenskra iðnaðarvara á sama tímabili. I skýrslunni kemur m.a. fram, að útflutningur iðnaðarvara nam á ár- inu 1978 34,8 milljörðum króna og hafði þá aukist úr 22,3 milljörðum árið áður eða um 56%. Af þessu var ál og álmelmi rúmlega 77 þúsund tonn á 23,6 milljarða króna, en hafði verið 74 þúsund tonn á 14,9 milljarða króna árið áður. Verð- mætaaukning nam því 58%, en magnaukning 4%. Útflutningur iðn- aðarvara án áls nam samtals 11,2 milljörðum króna, en hafði verið 7,4 milljarðar. Aukningin á útflutningi hinna ýmsu iðnaðarvara lands- manna án áls hefur því verið 51 %. Mesta hlutfallslega aukning út- flutnings hefur átt sér stað í veiðar- færaiðnaði, en að verðmæti hefur þessi útflutningur aukist um 223% og í tonnum er aukningin 89%. Að undanteknu áli eru ullar- og skinnaiönaður langstærstu útflutn- ingsgreinarnar og nam heildarút- flutningur þeirra á árinu 1978 sam- tals 6662 millj. króna, og hefur því aukist um 46%. Þá virðist sem út- flutningur húsgagna hafi dregist nokkuð saman, og var þó ekki úr háum söðli að detta í þeim efnum. Þannig var útflutningur húsgagna úr tré og málmi 10,2 tonn aö magni og kr. 7,1 millj. að verðgildi á árinu 1977. Á árinu 1978 nam útflutning- ur húsgagna á þinn bóginn 4,1 tonn og að verðmæti kr. 7,0 millj. Lánabyrði Rafmagns- veitu Reykjavíkur Afkoma Rafmagnsveitu Reykja- víkur versnaði til muna á árinu 1978. Enn varð að taka erlent lán, nú að upphæð 717 Mkr, eða rösk- lega 2,6 milljónir dollara, til greiðslu á afborgunum eldri lána. Var svo komið í árslok, að lánabyrði fyrir- tækisins nam 2.500 Mkr, en var I. 660 Mkr ári áður. Afborganir og vextir námu 921 Mkr á árinu og gengistap var 494 Mkr. Ráðstöfun- arfé úr rekstri til framkvæmda hafði verið áætlað 877 Mkr, en varð 453 Mkr. Áriö áður var það 585 Mkr. Tekjur af raforkusölu, að frá- dregnum söluskatti og veröjöfnun- argjaldi, urðu 4.268 Mkr, en voru áætlaðar 3.836 Mkr. Fóru þær því II, 3% fram úr áætlun. Árið áður voru tekjurnar 3.120 Mkr, og er aukning milli ára því 36,8%. Rekstrargjöld reyndust 4.061 Mkr, en voru áætluð 3.166 Mkr, og fóru því 28,3% fram úr áætlun. Árið áður voru rekstrargjöld 2.722 Mkr. Aukning milli ára er því 49,2%. Skipting gjalda á rekstrarreikn- ingi er athyglisverð. Raforkukaup nema 28,8%, söluskattur og verð- jöfnunargjald 25,4% og gengistap og vextir 13,1%, rekstur veitukerfis og umsjón húsveitna 16,5%, annar kostnaður 16,2%. Fyrir 4 árum, árið 1974, voru hliðstæðar tölur 36,6%, 13,0%, 15,8%, 17,6% og 17,0%. Sýnir þetta, hve hlutur orkukaupa hefur farið minnkandi, en hlutur opin- berra gjalda á raforkusölu vaxandi. Fjórum árum áður, árið 1970, voru áhvílandi lán aðeins 27,5 Mkr og afborganir 5,1 Mkr — en voru í árslok 1978, sem fyrr segir, 2.500 Mkr, og afborganir 705 Mkr. Kirkjubygging á Seltjarnarnesi Sjálfstæður söfnuður var stofn- aður á Seltjarnarnesi fyrir nokkru. Hann er þó enn innan Nespresta- kalls. Hafa prestar Neskirkju annast guðsþjónustur og barnastarf þar í skólum og i féalgsheimilinu. Söfn- uðurinn hyggur nú á kirkjubygg- ingu og hefur kirkjunni verið valinn staður austanvert í jaðri Valhúsa- hæðar, vestan við gamla Mýrar- húsaskólann. Birt hafa verið útboð varðandi teikningar á væntanlegri kirkju Seltirninga. Framleiðslu- gjald ISAL Á síðastliðnu ári, 1978, greiddi Álverið kr. 416,4 milljónir, í fram- leiöslugjald. Greitt framleiðslugjald var því 7% hærra en álagðir skattar hefðu numið. Vegna ársins 1977 greiddi Álveriö krónur 295,4 milljónir í framleiðslugjald, en samkvæmt þá- gildandi almennum skattaákvæð- um hefðu skattar félagsins numið 247,8 milljónum og var greitt fram- leiðslugjald það árið því 19.2% hærra. Frá því að ÍSAL hóf framleiðslu með fullum afköstum þáverandi verksmiðju 1.10. 1969 til 31.12. 1978 hefir þaö greitt til ríkis og bæja í framleiðslugjaldi samtals 1 mill- jarð 649,5 milljónir króna. Þessi upphæð færð upp til gengis Bandaríkjadollars 31.12. 1978 nemur 3 milljörðum 580,1 milljón króna. Árin 1970 til 1978 að báöum meðtöldum, námu tekjur Hafnar- fjarðarbæjar af framleiðslugjaldinu 7.6% af heildartekjum bæjarfélags- ins að meðaltali. Samvinnustarfs- menn álykta Á nýafstöðnu þingi Landssam- bands ísl. samvinnustarfsmanna var því áliti m.a. lýst, að hug- myndafræöi samvinnuhreyfingar- innar sé á sumum sviöum orðin úr- elt og óljós, og að hún þarfnist tafarlausrar endurskoðunar. Lýsir landssambandið vilja sínum til að taka þátt í slíkri endurskoðun, og síðan fari fram öflug herferð í sjón- varþi, þlöðum og með bæklingaút- gáfu, til þess að kynna samvinnu- hreyfinguna, hugsjón hennar og markmið. Þá undirstrikar þingið nauðsyn þess, að öll samvinnufélög og samstarfsfyrirtæki komi á hjá sér sérstökum félags- og fræðslu- nefndum með a.m.k. helmings að- ild starfsmannafélaganna. Einnig verði tryggt, að neytendur eigi full- trúa í slíkum nefndum. Þá leggur landsþingið áherzlu á,

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.