Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 12

Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 12
STIKLAE A STORU... Útflutningsmiðstöð iðnaðarins í ýtarlegri ársskýrslu Útflutnlngs- miöstoövar iðnaðarins fyrir árið 1978 er margvíslegan fróöleik að finna um starfsemi Útflutningsmið- stöövarinnar í þau tíu ár, sem hún hefur starfað og um þróun útflutn- ings íslenskra iðnaðarvara á sama tímabili. I skýrslunni kemur m.a. fram, að útflutningur iðnaðarvara nam á ár- inu 1978 34,8 milljörðum króna og hafði þá aukist úr 22,3 milljörðum árið áður eða um 56%. Af þessu var ál og álmelmi rúmlega 77 þúsund tonn á 23,6 milljarða króna, en hafði verið 74 þúsund tonn á 14,9 milljarða króna árið áður. Verð- mætaaukning nam því 58%, en magnaukning 4%. Útflutningur iðn- aðarvara án áls nam samtals 11,2 milljörðum króna, en hafði verið 7,4 milljarðar. Aukningin á útflutningi hinna ýmsu iðnaðarvara lands- manna án áls hefur því verið 51 %. Mesta hlutfallslega aukning út- flutnings hefur átt sér stað í veiðar- færaiðnaði, en að verðmæti hefur þessi útflutningur aukist um 223% og í tonnum er aukningin 89%. Að undanteknu áli eru ullar- og skinnaiönaður langstærstu útflutn- ingsgreinarnar og nam heildarút- flutningur þeirra á árinu 1978 sam- tals 6662 millj. króna, og hefur því aukist um 46%. Þá virðist sem út- flutningur húsgagna hafi dregist nokkuð saman, og var þó ekki úr háum söðli að detta í þeim efnum. Þannig var útflutningur húsgagna úr tré og málmi 10,2 tonn aö magni og kr. 7,1 millj. að verðgildi á árinu 1977. Á árinu 1978 nam útflutning- ur húsgagna á þinn bóginn 4,1 tonn og að verðmæti kr. 7,0 millj. Lánabyrði Rafmagns- veitu Reykjavíkur Afkoma Rafmagnsveitu Reykja- víkur versnaði til muna á árinu 1978. Enn varð að taka erlent lán, nú að upphæð 717 Mkr, eða rösk- lega 2,6 milljónir dollara, til greiðslu á afborgunum eldri lána. Var svo komið í árslok, að lánabyrði fyrir- tækisins nam 2.500 Mkr, en var I. 660 Mkr ári áður. Afborganir og vextir námu 921 Mkr á árinu og gengistap var 494 Mkr. Ráðstöfun- arfé úr rekstri til framkvæmda hafði verið áætlað 877 Mkr, en varð 453 Mkr. Áriö áður var það 585 Mkr. Tekjur af raforkusölu, að frá- dregnum söluskatti og veröjöfnun- argjaldi, urðu 4.268 Mkr, en voru áætlaðar 3.836 Mkr. Fóru þær því II, 3% fram úr áætlun. Árið áður voru tekjurnar 3.120 Mkr, og er aukning milli ára því 36,8%. Rekstrargjöld reyndust 4.061 Mkr, en voru áætluð 3.166 Mkr, og fóru því 28,3% fram úr áætlun. Árið áður voru rekstrargjöld 2.722 Mkr. Aukning milli ára er því 49,2%. Skipting gjalda á rekstrarreikn- ingi er athyglisverð. Raforkukaup nema 28,8%, söluskattur og verð- jöfnunargjald 25,4% og gengistap og vextir 13,1%, rekstur veitukerfis og umsjón húsveitna 16,5%, annar kostnaður 16,2%. Fyrir 4 árum, árið 1974, voru hliðstæðar tölur 36,6%, 13,0%, 15,8%, 17,6% og 17,0%. Sýnir þetta, hve hlutur orkukaupa hefur farið minnkandi, en hlutur opin- berra gjalda á raforkusölu vaxandi. Fjórum árum áður, árið 1970, voru áhvílandi lán aðeins 27,5 Mkr og afborganir 5,1 Mkr — en voru í árslok 1978, sem fyrr segir, 2.500 Mkr, og afborganir 705 Mkr. Kirkjubygging á Seltjarnarnesi Sjálfstæður söfnuður var stofn- aður á Seltjarnarnesi fyrir nokkru. Hann er þó enn innan Nespresta- kalls. Hafa prestar Neskirkju annast guðsþjónustur og barnastarf þar í skólum og i féalgsheimilinu. Söfn- uðurinn hyggur nú á kirkjubygg- ingu og hefur kirkjunni verið valinn staður austanvert í jaðri Valhúsa- hæðar, vestan við gamla Mýrar- húsaskólann. Birt hafa verið útboð varðandi teikningar á væntanlegri kirkju Seltirninga. Framleiðslu- gjald ISAL Á síðastliðnu ári, 1978, greiddi Álverið kr. 416,4 milljónir, í fram- leiöslugjald. Greitt framleiðslugjald var því 7% hærra en álagðir skattar hefðu numið. Vegna ársins 1977 greiddi Álveriö krónur 295,4 milljónir í framleiðslugjald, en samkvæmt þá- gildandi almennum skattaákvæð- um hefðu skattar félagsins numið 247,8 milljónum og var greitt fram- leiðslugjald það árið því 19.2% hærra. Frá því að ÍSAL hóf framleiðslu með fullum afköstum þáverandi verksmiðju 1.10. 1969 til 31.12. 1978 hefir þaö greitt til ríkis og bæja í framleiðslugjaldi samtals 1 mill- jarð 649,5 milljónir króna. Þessi upphæð færð upp til gengis Bandaríkjadollars 31.12. 1978 nemur 3 milljörðum 580,1 milljón króna. Árin 1970 til 1978 að báöum meðtöldum, námu tekjur Hafnar- fjarðarbæjar af framleiðslugjaldinu 7.6% af heildartekjum bæjarfélags- ins að meðaltali. Samvinnustarfs- menn álykta Á nýafstöðnu þingi Landssam- bands ísl. samvinnustarfsmanna var því áliti m.a. lýst, að hug- myndafræöi samvinnuhreyfingar- innar sé á sumum sviöum orðin úr- elt og óljós, og að hún þarfnist tafarlausrar endurskoðunar. Lýsir landssambandið vilja sínum til að taka þátt í slíkri endurskoðun, og síðan fari fram öflug herferð í sjón- varþi, þlöðum og með bæklingaút- gáfu, til þess að kynna samvinnu- hreyfinguna, hugsjón hennar og markmið. Þá undirstrikar þingið nauðsyn þess, að öll samvinnufélög og samstarfsfyrirtæki komi á hjá sér sérstökum félags- og fræðslu- nefndum með a.m.k. helmings að- ild starfsmannafélaganna. Einnig verði tryggt, að neytendur eigi full- trúa í slíkum nefndum. Þá leggur landsþingið áherzlu á,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.