Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 19

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 19
,,Hvað með gámaflutninga út á land“? ,,Vegna erfiðra hafnarskilyrða og fækjaskorts hefur Eimskip ekki gefað komið við eins miklum gámaflutningum út á landsbyggð- ina og æskilegt hefði verið. Þó má koma við gámaflutningum i nokkr- um mæli s.s. til Akureyrar og ísa- fjarðar, en stefnt er að því að auka gámaflutninga á ströndina eins og hægt er“. Innflutningur frekar í gámum en útflutningur „Hvaða vörutegundir í inn- og útflutningi eru mest í gámum' ? „í innflutningi eru gámar notaðir fyrir allan venjulegan stykkjavöru- flutning. Þá þarf m.a. sérbyggða gáma fyrir vissar vörutegundir. I dag er e.t.v. réttara að teija upp þær vörutegundir sem ekki er hægt að flytja í gámum og má þar helst nefna vörur í stórum send- ingum, fleiri hundruð tonn, s.s. timbur og járn, auk þess stór stykki og/eða þung, sem ekki komast í gáma". „Hvað borga viðskiptavinirnir í leigu fyrir gámana"? „Meó eðlilegu viðhaldi má reikna með að venjulegur gámur kosti um 3—4 dollara á dag í leigu, en frystigámur um 20 dollara. Undir öllum venjulegum kringum- stæðum er gámakostnaður inni- falinn í flutningsgjaldinu". Margt í vegi fyrir hag- kvæmu skipulagi gáma- flutninga „Hvaða framtíð telur Eimskipa- félagið vera í gámaflutningum"? „Almennt séð er það talið höf- uðskilyrði til þess að gámaflutn- ingar til og frá ákveðinni höfn verði hagkvæmir, að flutningalínur (in- fra structure) að og frá höfninni séu það greiðar, að flutningur gáma geti farið fram hindrunar- laust og á ódýran hátt. Því miður vantar mikið á að þessi skilyrði séu til staóar hér á landi. Auk þess er núverandi skipan og aðbúnaður inn- og útflutningsverslunar og þar með skipun verðlagsmála ekki til þess fallin að komió verði við hagkvæmasta skipulagi flutning- anna. Má þvi búast við að þessi atriði geti að einhverju marki hindrað eðlilega framþróun í þessum efnum, í náinni framtíð". 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.