Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 31

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 31
voru víxlar en hjá viðskiptabönk- unum voru þeir 23% útlána. Hjá sparisjóðum voru vaxtaaukalán 33,24% en hjá bönkunum voru þau 13,46%. Menn reka strax augun í það, að afurðalán eru innan við 1% hjá sparisjóðunum en aftur á móti nema þau 38,9% af heildarútlán- um viðskiptabankanna. Af þessu vakna spurningar um hlutverk sparisjóðanna í fjármögnun at- vinnuveganna, hvort þeir telji þá hlið lánastarfsemi ekki á sínu sviði og hvort einstaklingar njóti algjörs forgangs varðandi fyrirgreiðslu þeirra. launafólk í vaxandi mæli opnað ávísanareikninga og sparisjóðirnir veita viðskiptamönnum sínum lánafyrirgreiðslu, sem ýmsir segja að sé betri en gerist í viðskipta- bönkunum. Ekki skal fullyrt um það en sparisjóðsstjórar úti í byggðum landsins, eins og t.d. í Keflavík og Vestmannaeyjum hafa skýrt Frjálsri verzlun frá því áður í viðtölum hvaða hefð hafi skapazt um lánveitingar og hvaða upp- hæðir viðskiptamennirnir gætu treyst að fá í viðkomandi spari- sjóði. Hjá Sparisjóðnum í Keflavík var okkur tjáð fyrr á þessu ári að tiltölulega auðvelt væri fyrir ein- kaupa. Sparisjóðurinn var til skamms tíma eina lánastofnunin, sem lánaði út á eldra húsnæði. Aðeins hefur dregið úr eftirspurn eftir slíkum lánum síðan Húsnæð- ismálastofnun hóf lánveitingar vegna eldra húsnæðis einnig. Fasteignaveðlán Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis miðast við rúmmetrafjölda. Sparisjóður- inn lánar 4000 krónur á hvern rúmmetra en þó er gjarnan býrjað á 1,5 milljónum, sem lágmarki. Þessi lán eru veitt til allt að fimm ára á vaxtaaukakjörum með verð- bótaþætti. Baldvin Tryggvason, sþari- sjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis sagði: ,,i þessu sambandi má það ekki gleymast, að umtalsverður hluti af innstæðufé sparisjóðanna er bundinn í Seðlabankanum, eða 28%. Þetta fé er síðan notað til að standa undir afurðalánum, sem bankakerfið veitir. Þannig voru í lok ágústmánaðar um 6,4 milljarð- ar af innstæðum hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í útlán- um til atvinnuveganna úti í banka- kerfinu." Betri fyrirgreiðsla? Það er staðreynd að yfirgnæf- andi meirihluti viðskiptamanna sparisjóðanna eru einstaklingar. Hjá Sparisjóði Reykjavíkur hefur stakling að komast í 700—800 þús. króna skuld við stofnunina. Hjá Sparisjóði Vestmannaeyja er það t.d. venja að lána 1,5 milljónir króna til fimm ára vegna nýbygg- inga húsnæðis. Baldvin Tryggvason, spari- sjóðsstjóri bætti þessu við: ,,Ég held að það sé ekkert vafa- mál, að einstaklingar fái betri fyrir- greiðslu í sparisjóðunum en í bönkunum. Við látum sömu meginreglu gilda og bankarnir, að aðrir fái ekki fyrirgreiðslu hjá okk- ur en þeir, sem eru í viðskiptum. Að minnsta kosti sitja þeir við þetra borö." Hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis munu 85—90% allra lánveitinga hafa gengið beint eða óbeint til húsbygginga og húsa- Fjármagn til atvinnu- veganna Þó að sparisjóðirnir séu fyrst og fremst þær stofnanir, sem sinna þörfum fólksins heima i héraði og sveitarfélögunum í viðkomandi umdæmum, skipta fyrirtæki á við- komandi stöðum mikió við þá eins og til dæmis í Keflavík, Hafnarfirði, Bolungarvík og Borgarnesi. Svo sem áður kom fram, eru spari- sjóðirnir ekki með afurðalán að undanteknum sparisjóðunum í Borgarnesi og á Hvammstanga. Hins vegar má búast við því að fleiri sparisjóðir taki upp afurða- lánin innan skamms. Á það er vert að benda, að vegna lánafyrirgreiðslu sparisjóð- anna við einstaklinga kemur það 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.