Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 39
liggur við að einstaklingurinn
hverfi ', sagði Kristján Oddsson
bankastjóri í Verslunarbankanum.
Kristján sagði að því minni sem
útibúin væru, því liprari yrði þjó-
nustan vegna hins nána sam-
bands sem skapaðíst milli við-
skiptamannanna og útibússtjóra.
Kristján sagði þó, að útibústjóri
yrði að bera öll mál undir aðal-
bankastjóra Verslunarbankans,
þau væru ekki sjálfstæð í þeim
skilningi, þó svo að útibúin héldu
sér bókhald og væru efnahags-
lega sjálfstæð.
Kristján tók undir þau orð Jón-
asar Haralz, að síðan reiknistofn-
un bankanna var stofnsett væri sá
kostnaður sem þyrfti að leggja í
vegna stofnunar útibúa miklu
minni og störfin í þeim mun léttari.
Um stofnun nýrra útiþúa sagði
Kristján: ,,Við höfum farið illa út úr
því. Við höfum sótt um leyfi til að
fjölga útibúum á Reykjavíkur-
svæðinu. Þau eru nú fjögur, en
okkur hefur vægast sagt gengið
illa, að fá leyfi viðskiptaráðu-
neytisins, enda þótt Seðlabankinn
hafi gefiö okkur vilyrði sitt. Við
þyrftum að stofna 2—3 útibú í við-
bót".
Útibúin eru
sjálfstæðar einingar
,,Það eru til þrjár meginskil-
greiningar á bankaútibúi, þ.e.
útibú frá banka, umboðsskrifstofa
frá banka og afgreiðsla frá banka.
Fyrsta skilgreiningin er hið eigin-
lega útibú", sagði Þórður
Ólafsson, forstöðumaður banka-
eftirlitsins. ,,Útibúin eru sjálf-
stæðar einingar rekstrarlega séð.
Þau halda eigið bókhald og þurfa
að skila til okkar skýrslum á sama
hátt og aðalbankarnir en þetta á
ekki við um umboðsskrifstofu eða
afgreiðslu frá banka".
Þórður sagði að umsóknir um
stofnun útibúa væru sendar til
Seðlabankans en leyfisvaldið væri
í höndum viðkomandi ráðuneytis,
það er landbúnaðar-, viðskipta- og
iðnaðarráðuneytanna. Þórður
sagði að varla lægju fyrir fleiri en
5—10 óafgreiddar umsóknir um
stofnun útibúa hjá Seðlabank-
anum.
Um starf bankaeftirlitsins sagði
Þórður að skv. lögum Seðlabank-
ans þá væri því gert fylgjast með
öllum innlánsstofnunum á lan-
dinu, bönkum, sparisjóðum og
innlánsdeildum samvinnufélag-
anna auk Söfnunarsjóðs íslands.
„Eftirlit okkar er margþætt",
sagði Þórður. í fyrsta lagi þá fáum
vió mánaðarlega sendar skýrslur
frá öllum innlánsstofnununum en
þær eru í formi efnahags- og
reksturyfirlita.
í öðru lagi er um að ræða eftirlit
á staðnum. Við komum gjarnan og
gerum upp viðkomandi stofnun
eftir viöskipti dagsins og sann-
reynum að eignir og skuldir séu
fyrir hendi. Þetta er gert til þess að
tryggja viðskiptamenn bankans,
þá sem leggja inn peninga, að þeir
fái þá greidda með vöxtum á rétt-
um tíma".
— Sýnist ykkur mikil þörf á
þessu eftirliti?
„Við höfum lent í því að sitja
nærri því uppi með innlánsstofn-
anir sem „teoretiskt" var komnar á
hausinn en það er hægt að forða
þeim frá skelli með ýmsum aö-
ferðum".
Verzlunarbanklnn í Bankastræti. Það er auðveldara að komast að hjá útlbusstjórunum en
bankastjórum í aðalbönkunum.
39