Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 55

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 55
farið með allt að 'A hluta innfluttra bíla. Þá hafa gengismálin einnig verið okkur óhagstaeð. Þannig að við höfum ekki getað séð við þessu ennþá en við erum samt sem áður með ýmislegt í huga." Lán Áður en við Ijúkum þessu grein- arkorni þykir rétt aö minnast lítil- lega á greiðsluskilmála þegar um kaup á nýjum bílum er að ræða. Meginreglan er sú að því dýrari sem bíllinn er, því meira er lánað í honum. Á millistórum bílum og minni bílum er algengt að lánuð sé um hálf milljón til 700 þúsund sem greiðist á 5 til 7 mánuðum. Þó fer þetta allt upp í eina milljón króna. Nokkuð hefur verið talað um sér- tilboð á bílunum og þegar um slíkt er aó ræða er heldur dregið úr lánum eins og gefur að skilja. Hækkað benzínverð hefur valdið verulegum samdrættl í sölu amer- ískra bíla — þeirra eyðslufrekari. Niðurstöður Ef draga má einhverjar niður- stöður af þessum svörum, sem hér hafa birst á undan, þá virðist ekki vera mikill samdráttur ennþá í inn- flutningi nýrra bifreiða. Þó má greina, að það er að harðna í ári hjá flestum fyrirtækjanna en þau eru færri sem eru enn á uppleið. Þá kemur glögglega í Ijós að al- mennt er mikió fráhvarf frá stórum bílum og eyðslufrekum, s.s. jepp- um með stórar vélar. Japanskir og rússneskir bílar eru ótvírætt þeir sem standa upp úr, eins og er, þó að eitthvað sé farið að halla undan fæti, allavega hjá japönsku bílun- um. Það má kannski draga þetta saman í eitt og segja: Nokkur samdráttur hefur orðið í bílainn- flutningi þó að ástandið sé ekki alvarlegt sem stendur. Sólaðir hiólbardar Eigum á lager allar stærðir jeppa- og fólksbifreiðahjólbarða. Sendum um land allt. Opiðfráö—19, Iaugardaga8—16 Hjólbarðasólun Hafnarfjardarh.f., Trönuhrauni 2, sími52222.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.