Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 65

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 65
Þelr hafa verið t flutnlngum mllli Reykjavfkur og Akureyrar f 30 ár, bræðurnlr Pétur og Valdimar. Eflaust kannast allir við stóru flutningabílana þeirra, sem sífellt eru í törum. Og fyrirtæki þeirra er síungt, og nú eru þeir að byggja stórhýsi fyrir vöruafgreiðslu sína að Draupnisgötu 6 í vesturhluta bæjarins. með Pétri og Valdimar: Úr 3 torma bílum upp í allt að 23 tonn Aðstaðan að Skipagötu 14 er líka fyrir löngu orðin bágborin. Aökeyrslan hentar illa 13 tonna bílum, og vöruskemman ákaflega óhentug, þegar mikið er að gera hjá fyrirtækinu. ,,Þetta byrjaði allt með Chevro- let '42, þriggja tonna bíl," sagði Pétur Jónsson, þegar FV hitti hann að máli nyrðra. ,,Ég hafði verið í mjólkurflutningum og tók svo að mér að aka suður með osta. Gall- inn var bara sá aö það var ekkert að flytja til þaka. Fyrsta afgreiðslan min var hjá Sigurði Ólafssyni skrifstofustjóra í Hörpu í Reykja- vík. Hann sá um þetta meðan hægt var, þá tók Frímann í Hafnarhúsinu við afgreiðslunni. Þetta jókst mikið og bólgnaði út. Núna erum við með eina sex bíla, þetta 12 til 13 tonn hver, reyndar 22—23 tonn þegar tengivagnar eru notaðir. „Svakalegt í gamla daga“ „Þessir flutningar gátu verið nokkuð svakalegir í gamla daga, við þurftum að láta fyrirbérast í bílunum upp á heiðum stundum, en einhvern veginn baksaðist þetta áfram," sagði Pétur. Þráinn Jónsson er fram- kvæmdastjóri Péturs og Valdim- ars. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvenær flutt yrði í nýja hús- næðið við Draupnisgötu. Enn ætti eftir að selja húsnæðið við Skipa- götu, og allir vissu hversu erfitt er að afla lána í dag. Grunnur ný- byggingarinnar hefði reynzt þungur í skauti. Tólf milljónir fóru í uppfyllingu á fúamýrinni þar sem byggingalóö þeirra er, og gatna- gerðargjöldin námu 7 milljónum króna. Er nú verið að reisa þakið á þessu 600 fermetra húsi. Pétur og Valdimar aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur daglega og allt að tíu ferðir í viku árið um kring. Stærsti viðskiptaaðilinn er Vífilfell h.f., framleiðandi Coca-- Cola. Fyrir almenning er smá- pakkaþjónustan mjög vinsæl og þýðingarmikil. Bifreiðasala Viðgerðaþjónusta Almennar bifreiðaviðgerðir Vlymoulfí SNIDILL HF. x Óseyri 8 Póstnúmer 602 Símar: 96-22520, 96-22255 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.