Frjáls verslun - 01.09.1979, Síða 75
um stjórnvölinn
fyrirtæki ein, þá er ekki víst að ég
hefði haldið út í þetta ævintýri fyrir
rúmum þrem árum. Hingað kom
ég praktískt talað bara með tann-
burstann. Og aðeins einn maður
var eftir í verksmiðjunni. Ég dreif í
að auglýsa eftir mannskap og
tókst að koma framleiðslunni í
gang. Auðvitað kann ég ekkert í
rafsuðu, en ég hef góða menn hér í
verksmiðjunni og nú hrannast inn
pantanirnar, og ég var einmitt á
fundi með mínum mönnum og var
að skýra þeim frá auknu álagi á
okkur. Ég hef þetta nokkuð frjálst.
Menn fá bónusgreiðslur þannig að
aukin afköst hvers og eins gefa
betri laun. Við erum hér fá, en eins
og bezta fjölskylda.“
,,Ég sé ekki eftir að hafa hellt
mér út í þetta. Auðvitað var þaö
gjörbreyting frá því að vera daginn
út og inn í pottum og pönnum og
barnauppeldi. Eg geri ekki annað
en að brosa að vinum mínum sem
eru að reyna að fá mig burtu frá
þessu ,,járnarusli", eins og sumir
hafa orðað það."
Margir framleiða
Runtal-eftirlíkingar
Ofnasmiðja Norðurlands fram-
leiðir eftir einkaleyfi Runtal i Sviss
eins og Runtal-verksmiðjan í
Reykjavík og Ofnasmiðja Suður-
nesja. Guðrún kvað hinsvegar
marga aðra aðila hafa tekið upp
patent Runtal og hefðu málaferli
risið vegna þess. Þau hefðu tapað
málinu og sætu uppi með það að
borga árlega einkaleyfisgjöld,
meðan aðrir framleiddu eftirlíking-
ar án þess að þurfa að greiöa fyrir.
,,En ég er ákveðin í að halda
ótrauð áfram," sagði Guðrún,
,,hér hefur mér verið vel tekið og
mér líkar vel við það fólk, sem ég
hef kynnzt hér og það hefur reynzt
mér vel. Ég ætla ekki aó fara út í
nein ævintýri með verksmiðjuna,
held frekar áfram í sama anda og
fyrr. Þetta er erfitt, ég reyni að vera
mætt klukkan 8 á hverjum morgni,
og losna sjaldnast fyrr en 6—7 á
daginn. Ég er forlagatrúar og þetta
hefur átt að verða mitt hlutskipti,
og því uni ég vel," sagði Guðrún
Einarsdóttir.
Því má skjóta inn í aö lokum að
Guörún er dóttir Einars Péturs-
sonar, sem frægur varð í júnímán-
uði 1913, þegar hann ögraði
danska herveldinu með því að róa
um höfnina í Reykjavík með blá-
hvíta fánann. Yfirmenn dansks
herskips létu gera fánann upp-
tækan og handtóku Einar, sem þá
var innanbúðarmaður í Liver-
pool-verzluninni. Atburður þessi
kveikti hið fræga fánamál. Hann
og Sigurjón í Álafossi voru bræð-
ur. Móöir Guðrúnar er Unnur
Pjetursdóttir, Ingimundarsonar
fyrsta slökkviliösstjórans í Reykja-
vík.
BÓKHALD
Glerárgötu 20 PÉTUR OG VALDIMAR
Akureyri Skipagötu 14
Sími: 96-24870 Símar: 96-23917, 23017
F ramkvæmdast jóri: •
Jón G. Gíslason. Vöruflutningar með bifreiðum
BÓKHALDS- og SKATTSKILA- milli Akureyrar og Reykjavíkur. •
ÞJÓNUSTA. UMBOÐ FYRIR: Coca-Cola og Sælgætisgerðina Opal hf., Reykjavík.
75