Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 82

Frjáls verslun - 01.09.1979, Page 82
Eitt af því sem Akureyringar skáka Reykvíkingum áreiðanlega í er lestur á blöðum og tímaritum. Auk þess að lesa Reykjavíkur- blöðin af sömu vandvirkni og höfuðborgarbúar, þá lesa þeir að auki sín bæjarblöð, Dag og ís- lending. Vikulega berast í hvern póstkassa sjónvarpsdagskrárnar Á skjánum, frjáls, óháður auglýs- ingamiðill og Dagskráin. Loks má nefna mánaðarritið Heima er bezt, sem er víða keypt og lesió, nema kannski á höfuðborgarsvæðinu. Dagur daglega? Frjáls verzlun gerði Dagsmönn- um heimsókn fyrirvaralaust og þáðu kaffitár, beizkt og nánast ódrekkandi nema fyrir blaðamenn. Þannig er kaffið oftast á alvöru rit- stjórnarskrifstofum. Dagur er búinn að stíga merki- legt spor. Það er ekki lengur viku- blað, heldur kemur út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Skrifstofur blaðsins eru fluttar í prýðis húsnæði að Tryggvabraut 12 og það óvenjulega er kannski það aö þar bíða skrifstofur tilbúnar og ónotaðar eftir fleiri blaða- Það er þriðjudagur og Dagur kominn volgur úr pressunni. Þeir Áskell og Guðbrandur virða fyrir sér útkomuna. w Ovíða annað eins magn af íesefni mönnum, sem gera e.t.v. kleift að gefa blaðió út enn oftar í viku hverri. „Ætlunin er að Dagur verði dagblað í framtíðinni,“ tjáðu þeir okkur, Áskell Þórisson blaðamað- ur og Guðbrandur Magnússon, sem er staðgengill Erlings Davíðs- sonar ritstjóra í veikindaforföllum Erlings. Dagur er gefinn út í 6000 eintökum hverju sinni og Jóhann Karl Sigurðsson, auglýsingastjóri státar af því að blað hans sé virk- asti auglýsingamiðill norðanlands. Heimsfréttir í stað pólitíkur íslendingur er gefinn út af ís- lendingi h.f. en styður Sjálfstæðis- flokkinn, eins og Dagur styður Framsóknarflokkinn. Enn sem komið er, kemur íslendingur að- eins út vikulega, þ.e. á þriðjudög- um. Gísli Sigurgeirsson er ritstjóri og ábyrgðarmaður íslendings. Gísli kvað íslending einkum sinna al- mennum fréttum af Akureyri og Norðurlandskjördæmi eystra. Pólitísk skrif heföu talsvert þokað úr blaðinu fyrir hlutlausum fréttum af hverju einu sem gerðist. Sjálfur skrifar Gísli megnið af fréttunum og tekur sjálfur myndir. íslendingur er gefinn út í 3000 eintökum. Ekki kvað Gísli horfur á að útkomudögum blaðsins verði fjölgað um sinn. Frekar að síðu- fjöldinn aukist. Auk Dags og íslendings, kemur Noróurland, blað Alþýðubanda- lagsins út vikulega eða svo gott sem. Þá gefur Alþýðuflokkurinn út Alþýðublað en Alþýðumaðurinn er löngu hættur að koma út. 82

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.