Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 98

Frjáls verslun - 01.09.1979, Side 98
ti! umrædu Bændur — ólíkar stéttir Það er eins og lélegur brandari, þegar forráðamenn bændastéttarinnar koma fram fyrir alþjóð eins og sakleysið upp- málað til að telja fólki trú um að stétt þeirra i heild heyi ærlega baráttu fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum og fái nokkru framgengt af því að þeim eru ætlaðar rúmlega 300 þúsund krónur í mánaðarlaun með viðmiðun af verka- fólki og iðnaðarmönnum á mölinni. Þetta er ósvífin blekking, sem hinum ófyrirleitnu kjaftöskum er jafnan koma fram af hálfu bænda í fjölmiðlunum, líðst ekki öllu lengur að bera á borð fyrir fólk í þessu landi. Svo er samgöngum fyrir að þakka og kynnum milli íbúa þéttbýlissvæða og dreifbýlis að neyt- endur vita betur um afkomu bænda- stéttarinnar. Glæsilegar byggingar á stórbýlum, stórkostleg vélvæðing og ræktunarframkvæmdir í landbúnaðar- héruðum tala sínu máli um þau mjög bærilegu kjör, sem bændastéttinni eru búin, — afbragðskjör í mörgum tilfell- um. Það er í sjálfu sér hálf kostulegt, að dugmiklir framleiðendur, sem þannig hafa reist atorku sinni og áræði eftir- tektarverð minnismerki skuli hafa geð í sér að láta þverhausana í hinum og þessum ráðum landbúnaðarins klifa á því sýknt og heilagt að bændur séu á einhverjum vinnukonulaunum, hálfgert undirmálsfólk á íslenzkum vinnumark- aði. Ekki skal efazt um það eitt augnablik að sums staðar býr fólk til sveita við kröpp kjör, þar sem þessi margumtalaði samjöfnuður við verkafólk og vissar iðnaðarmannastéttir á við. Hokurbú- skapur er heldur alls ekki óþekkt fyrir- bæri innan íslenzka bændasamfélagsins. Alltaf hlýtur að vera matsatriði, hvort stuðla beri að framhaldi óbreytts ástands þegar mál eru þannig vaxin og þá hvernig, eða hvort búskussarnir verði samkeppninnar vegna að flosna upp af jörðum sínum og reyna fyrir sér í öðrum greinum við ný skilyrði. Þegar á heildina er litið á þessi umsögn sízt við um al- menna stöðu bænda í dag. Hitt er nær sanni, að bændur séu alls ekki ein stétt tekjulega og efnalega, heldur tvær eða þrjár ólíkar stéttir og mál þeirra verði að ræða út frá þeim augljósu staðreyndum. Eignamyndun hjá bændum er gífur- leg og til hennar njóta þeir allt annarrar fyrirgreiðslu og betri en fólk í þéttbýlinu getur nokkurn tíma gert sér vonir um í sambandi við fasteignakaup til að mynda. Og eignamyndun bændanna á sér ekki aðeins stað í sveitunum. Sam- eiginlega hafa þeir lagt fé í margs konar fjárfestingar í sölukerfi sínu og einstaki- ingsbundið festa þeir peninga í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa sumar hverjar lítið eða ekkert notaðar langtímum saman. Ekki skal því haldið fram að svona gangi þetta hjá öllum þorra bænda, en það er furðu algengt. Til lengri tíma verður það málstað bændastéttarinnar sízt til ávinnings að tefla fram málsvörum, sem landskunnir eru orðnir fyrir þvergirðing og taka ekki sönsum sé þeim andmælt. Staða bændanna gagnvart neytendum er nú svo veik að þeir þurfa í fullri alvöru að taka stefnumál sín og kynningu á þeim til rækilegrar athugunar. 98

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.