Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 12

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 12
FRETTIR TheBusinessWeek GL06AL Jón Bjarni. NÝR FJÁR- MÁLASTJÓRI Jón Bjarni Gunnarsson vidskiptafræðingur hefur verið ráðinn fjármála- stjóri Hörpu hf. Hann er þegar tekinn til starfa. Jón Bjarni er 27 ára. Hann lauk prófi frá end- urskoðunarkjörsviði við- skiptadeildar Háskóla ís- lands fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan starfað í Iðnaðarbankanum við ýmsar athuganir og hag- deildarverkefni. Á náms- árum sínum starfaði hann hjá Ólafi Sigurðs- syni löggiltum endur- skoðanda. SVAVAR BAUÐ í SVEIN Svavar Egilsson sem til skamms tíma var for- stjóri Islenska myndvers- ins hf.,en lét af því starfi þegar hann seldi Stöð 2 hlut sinn í fyrirtækinu, er nú sagður leita að heppi- legu fyrirtæki til kaups. Eins og menn muna bauð hann ríkissjóði að kaupa þotu Arnarflugs sem ríkið kyrrsetti. En fjármálar- áðuneytið svaraði ekki tilboði hans. Nú er hermt að Svavar hafi nýlega óskað eftir að kaupa bílafyrirtækið Svein Egilsson hf. en Svavar þekkir vel til í bíl- greininni eftir að hafa á sínum tíma átt stóran hlut í Jöfri hf. En eigend- ur Sveins Egilssonar hf. munu ekki hafa sýnt til- boði hans mikinn áhuga. FRIGG HEIPRUÐ í tilefni af 60 ára af- mæli Sápugerðarinnar Frigg afhenti stjórn Fé- lags matvörukaupmanna verksmiðjunni viður- kenningu fyrir vöruvönd- un og góða þjónustu við félagsmenn. Á meðfylgj- andi mynd sést Júlíus Jónsson formaður Félags matvörukaupmanna af- henda Jóni Þorsteini Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra hjá Frigg viðurkenningarskjalið. Stöndugustu fyrirtæki heims: JAPANIR ERU í FREMSTU RÖD Tímaritið Business Week birti nýlega árleg- an lista sinn yfir 1000 stöndugustu fyrirtæki í heimi, þ.e. þau fyrirtæki sem hafa mest markað- sverð. Athygli vekja ótrúlegir yfirburðir Japana en jap- önsk fýrirtæki skipa 5 efstu sætin á þessum lista og 7 af 10 efstu sæt- unum. Nippon Telegraph and Telephone skipar efsta sætið og er talið virði 164 milljarða doll- ara. Þá koma fjórir jap- anskir bankar, þá IBM, einn japanskur banki til, Exon olíufélagið í Banda- ríkjunum, Tokyo Electric Power og í tíunda sæti kemur Shell samsteypan í Hollandi og Bretlandi. 12

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.