Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 13
FRÉITIR REIKNINGSSKIL FYRIRTÆKJA1988: RUGLANDI í GENGISMEDFERÐ LAUCAKDAGUK B Reikningsuppgjör Landsvirkjunar fyrir síöasta án Hundraða milljóna tapi snúið í góðan hagnað • IþnunaðbrflþvllalUn » •ifmíínn reUmiw, r*nn*kinu ul Mikils misræmis gætir í meðferð íslenskra fyrir- tækja á gengistapi í árs- reikningum 1988. Skuldir og eignir í erlendum gjaldmiðlum eru ýmist skráðar á gengi hinn 31.12.1988 eða á því gengi sem fyrst var skráð í árs- byrjun 1989 eftir þá geng- isfellingu sem gerð var um áramótin. Við lauslega athugun á ársreikningum nokkurra fyrirtækja kemur í ljós að færslu gengismuna er hagað sitt á hvað. Ahrifin af þessu geta verið mikil á rekstrarniðurstöðu árs- ins og stöðu í árslok. Upp- gjörum er ýmisst hagað samkvæmt gengi í árslok 1988 eða samkvæmt gengi hinn 3. janúar1989 án þess að mikið sam- ræmi sé sjáanlegt í vinnubrögðum. Þetta hlýtur að valda lesendum reikningsskila miklum erfiðleikum og leiða til hættulegs ruglanda. Lítum á nokkur dæmi: Hitaveita Suðurnesja notar gengið 3.janúar en Landsvirkjun notar geng- ið 31.12. SÍS og KEA nota gengið 3. janúar en Olíu- félagið notar ársloka- gengið. Skagstrendingur og Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan á Akranesi nota gengið 3. janúar. Bankar, Féfang og Glitnir nota gengið í árslok en Eiinskip, Flugleiðir og Arnarflug nota gengið 3. janúar. Hins vegar nota Skeljungur og Reykjavík- urhöfn gengið 31.12.1988. Sama er að segja um Tryggingu og Tryggingar- miðstöðina. Þessar mismunandi að- ferðir geta haft mikil áhrif á þá afkomu og stöðu fyrirtækjanna sem sýnd er. Þannig varð tap SIS 120 milljónum meira en ella hefði orðið vegna þess að fyrirtækið notaði gengi 3. janúar 1989 og hjá Eimskip lækkaði hagnaður úr 104 milljón- um króna í 9 milljónir vegna þess að fyrirtækið notaði janúargengið í árs- reikningi sínum. Dæmi um hið gagnstæða er meðferð Landsvirkjunar á gengismun í ársreikn- Hið alþjóðlega mat- vælafyrirtæki, Finnish Sugar, hefur nýlega breytt um nafn og ber nú heitið Cultor. Fyrirtækið hefur vaxið ört á undanförnum árum. Með aukinni fjölbreytni í framleiðslu og víðtækri starfsemi þótti nauðsyn- legt að breyta nafni fyrir- tækisins þar sem gamla heitið gaf ekki lengur rétta mynd af starfsem- inni. Sykursala nemur nú ingi 1988. Vegna þess að fyrirtækið notaði gengið í árslok 1988 varð afkoman 1200 milljónum betri en ella hefði orðið. Lands- virkjun sýndi 186 milljón króna hagnað í stað nær eins milljarðs taps sem orðið hefði ef gengi 3.1.1989 hefði verið not- að. DV fjallaði fyrir nokkru um þetta mál og skýrði m.a. frá því að reiknings- skilanefnd Félags lögg- iltra endurskoðenda hafi lagt til að miðað yrði við gengi fyrsta virka dag 1989 eftir að 4-5% gengis- felling hafði verið gerð. í DV sagði m.a. um málið: „Stefán Svavarsson, lekt- or við Háskólann, er end- urskoðandi Landsvir- kjunar. Stefán er jafn- framt formaður reikningsskilanefndar Félags löggiltra endurs- koðenda. Hann mælti því með því að miða við fyrstu gengisskráningu fyrsta dags ársins 1989 en notaði sjálfur síðustu skráningu 1988 sem end- urskoðandi Landsvir- kjunar. „Þetta var tals- vert rætt í fyrirtækinu og þessi aðferð varð ofan á og ég get alveg staðið við hana enda þótt ég hafi skrifað álit reikningsskil- anefndar,“ sagði Stefán í samtali við DV. En eftir stendur vandi lesenda íslenskra reikn- ingsskila sem vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið! aðeins 20% af heildar- söluinni en var 95% árið 1980. Skepnufóður er nú helsta afurðin, auk þess sem fyrirtækið stundar matvælaframleiðslu og framleiðslu á efnum til landbúnaðar. A vegum Cultor eru reknar 35 verksmiðjur í 9 löndum og fjöldi starfs- manna er 4,500. Þar af starfa 700 manns við úti- bú utan Finnlands. FINNISH SUGAR VERÐUR CULTOR 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.