Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 20
FORSÍÐUGREIN ÚT FYRIR FJÖLSKYLDUNA En hvað sem öðru líður er ég sannfærður um að ef Hekla hf. á að halda áfram að vera til og dafna í framtíðinni er nauðsynlegt að fleiri en meðlimir fjölskyldunnar fari með stjórn og rekstur fyrirtækisins. Við systkinin erum búin að hugsa um þessi mál og ræða þau heilmikið. Við reynum að líta hlutlægt á málin og með hagsmuni fjölskyld- unnar og fyrirtækisins í huga,“ sagði Ingimundur og var greinilega mikið niðri fyrir. Er Ingimundur með þessum orðum að spá fyrir um útrýmingu fjölskyldufyrirtækja yfirleitt? Er það framtíð allra íjölskyldufyrirtækja sem dafna vel í dag að breytast í almenningsfélög? „Nei, ég er ekki endilega að segja það. Ég hef mikla trú á framtíð fjölskyldufyrirtækja og vona að ávallt verði grundvöllur í þjóðfélaginu fyrir slík fyrirtæki og að þau fái að blómstra. Það má ekki gleymast að yfirleitt eru svona fyrirtæki byggð upp af mikilli alúð og vinnu- hörku. Menn gefa allt sem þeir eiga og það hlýtur að vera fyrirtækjunum og þjóðfélaginu öllu til góðs. Hins vegar geta ijölskyldufyrirtækin tekið breytingum í tímans rás og eins og önnur fyrirtæki verða þau að fylgjast vel með því sem er að gerast og því sem mun gerast í framtíðinni, ef þau eiga að lifa af,“ sagði Ingimundur að lokum. HARALDUR BÖÐVARSSON OG CO. EKKIAFDREP FYRIR AFÆTUR „Það er stundum sagt um mig að ég sé fæddur með silfurskeið í munni. Eg vil nú svara slíkum ummælum á þá leið að mjög auðveldlega falli á silfurskeiðar sem ekki eru fægðar reglulega. Allir hlutir þurfa sína umhirðu því ekkert varir að ei- lífu,“ sagði Haraldur Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri Haraldar Böðvarssonar og Co., sem er fjöl- skyldufyrirtæki á Akranesi. Haraldur Böðvarsson og Co. er eitt af elstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum landsins en það var stofnað af Haraldi Böðvarssyni árið 1906. Fyrirtækið hefur ávallt verið í eigu sömu fjölskyldunnar og er stjórnun fyrirtækis- ins nú í höndum hins svokallaða 3. ættliðs. Yfirumsjón með rekstrinum hefur erfst í beinan karllegg og nú eru allir sonarsynir Haraldar Böðvarssonar að vinna við stjórnun fyrirtækisins en það eru auk Haraldar Sturlaugssonar þeir Sveinn Sturlaugsson og Sturlaugur Sturlaugsson. Bræðurnir Sveinn, Haraldur og Sturlaugur Sturlaugssynir. GAF SYNISÍNUM HELMINGINN Sjálfur eignaðist frumkvöðullinn, Haraldur Böðvarsson, einn son og eina dóttur. Sonurinn, Sturlaugur H. Böðvarsson, byrjaði ungur að starfa við hlið föður síns enda gaf Haraldur honum helminginn í fyrirtækinu árið 1938. Sturlaugur eignaðist síðan sjö böm, fjórar dætur og þrjá syni, sem allir vinna við stjómun fyrirtækisins eins og áður sagði. Dætur Sturlaugs eiga sinn hlut en koma að öðru leyti ekki nálægt rekstrinum. En þrátt fyrir að rekstur fyrirtæk- isins sé eingöngu í höndum karlpen- ingsins í fjölskyldunni er karlaveldið þó ekki algjört hjá þessu fyrirtæki því eiginkona Sturlaugs heitins og móðir þeirra Haraldar, Sveins og Sturlaugs, Rannveig Böðvarsson, er stjómarfor- maður fyrirtækisns og stærsti eigandi þess. Og dóttir hennar, Matthea 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.