Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 24
 mmmmmmm^m^mj | FORSÍÐUGREIN HOLTABÚSBRÆÐURNIR: SAMEIGINLEGUR FJÁRHAGUR „Okkar styrkur er okkar samstaða. Við bræð- urnir værum ekki þar sem við erum í dag hefðum við farið hver sína leið. Velgengni okkar er sam- starfinu að þakka,“ sagði Gunnar Jóhannsson en hann og bræður hans, Jón Jóhannsson og Garðar Jóhannsson, eiga og reka fyrirtækin Holtabúið hf. og Fóðurblönduna hf. Jafnframt reka þeir og eiga meirihluta í fyrirtækjunum Kornax hf. og Ewos hf. Þeir Garðar, Jón og Gunnar fæddust ekki inn í þessi fyrirtæki, ef svo mætti að orði komast, og fyrirmyndina að samstarfinu fengu þeir ekki frá fjölskyldu sinni. Faðir þeirra keyrði t.d. leigubíl í mörg ár og starfaði þar af leiðandi mest einn síns liðs. Þeir voru heldur ekkert öðru- vísi en aðrir bræður á sínum uppvaxtarárum. Þeir rifust og slógust og voru góðir inn á milli. Sameiginlegur fyrirtækja- rekstur var eitthvað sem þeir höfðu aldrei leitt hugann að og það má segja að tilviljun hafi ráðið því að framtíð þeirra varð eins samofin og raun ber vitni. „Við áttum í raun og veru ekkert sameiginglegt í upphafi annað en þá staðreynd að við erum bræður. Að vísu höfðu tveir okkar áhuga á hestamennsku og það má kannski segja að það áhugamál sé upphafið að öllu saman. Ég og Jón bróðir keyptum jörðina, As- mundarstaði II, undir hrossin. Við eigum ættir okkar að rekja til Holtanna og okkur langaði að stunda hestamennskuna á þeim slóðum. Jörðin, Ásmundarstað- ir III, varð síðan föl og við Jón ákváðum í samvinnu við Garðar bróður að slá til og kaupa þá jörð einnig. Þegar hér var komið sögu fórum við að íhuga hugs- anlega nýtingarmöguleika á húsakostum jarðanna. Og það endaði með því að við settum á stofn eggja- og svínabú sem hlaut nafni Holtabúið. Þetta gerðist fyrir um 20 árum eða árið 1969. í dag er Holtabúið móðurfyrirtækið en öll hin fyrir- tækin sem við eigum og rekum eru raunverulega í eigu Holta- búsins hf. UNNUM KAUPLAUST Ég ætlaði mér að verða flug- umferðarstjóri. Garðar er lærður prentari og starfaði sem slíkur er hann keypti með okkur Jóni Ásmundarstaði III. Og Jón bróðir var að læra tannlækningar þegar kaupin fóru fram. Við héldum að vísu áfram hver í sínu fagi eftir að við settum Holtabúið á stofn. Við unnum fulla vinnu annars staðar en notuðum allar frístundir til að byggja upp búið. Fyrstu fjögur árin unnum við kauplaust við búið og tókum ekki krónu út úr fyrirtækinu. Það er ein af aðalskýringum þess að allt gekk svona hratt fyrir sig hjá okkur í upphafi. Einnig byggðum við allt upp sjálfir, smíðuðum ný hús og bættum þau gömlu og spöruðum okkur ómælda fjármuni á því. Og svo fór að lokum að við hættum allir okkar fyrri störfum og snerum okkar að fyrirtækinu eingöngu. Við fundum okkur í þessum rekstri og tókum hann fram yfir annað. ALLT SAMEIGINLEGT NEMA KONURNAR Við vorum auðvitað blankir á þessum árum og sniðum okkur stakk eftir vexti. Til dæmis bjuggum við allir í sömu íbúðinni allt til ársins 1975 en þá var orðið þröngt um okkur þar sem fjölskyldan stækkaði því árið 1975 höfðum við allir fest ráð okkar og þá byggðum við þrjú hús. Fram að þeim tíma hafði allt verið sameiginlegt nema auðvitað konumar. Auk húsnæðis var fjárhagurinn sameiginlegur og allt til ársins 1980 notuðum við meira að segja saman eina bifreið. Með allt þetta í huga má auð- vitað segja að samstarf okkar bræðranna hafi verið óvenju gott. Enda óx fyrirtækið í hönd- unum á okkur og reksturinn þandist úr. Það breyttist að vísu ýmislegt þegar við urðum allir fjölskyldumenn. En fram að þessu hefur það legið skýrt fyrir að allar ákvarðanir í sambandi við fyrirtækjareksturinn eru teknar af okkur þremur en ekki á fjölskyldufundum. Við þrír get- um rifist og skilið sáttir en það er ekki víst að makar okkar geti það. Konurnar vinna að vísu meira og minna við starfsemina og taka þannig fullan þátt í rekstrinum. En ákvarðanatakan er í höndum okkar bræðranna." Árið 1984 keyptu þeir bræður Gunnar Jóhannsson 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.