Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 31
lægri seinna árið. Há raunávöxtun
stafaði að mestu leyti af gengishagn-
aði því gengi hlutabréfana fór stöðugt
hækkandi á tímabilinu. Hækkun
gengisins var hinsvegar óhjákvæmi-
leg því það var einfaldlega of lágt og
eftirspurn fór stöðugt vaxandi.
BALLIÐ EKKIBÚIÐ
Vera má að mestur hluti verðleið-
réttingarinnar hafi þegar átt sér stað
en það er samt mismunandi eftir fyrir-
tækjum hve langt hún er komin. Ym-
islégt bendir til að verð íslenskra
hlutabréfa eigi eftir að hækka enn um
sinn.
Hérlendis hefur verið leitast við að
láta hlutabréfaverð endurspegla bók-
haldslegt verðmæti viðkomandi
hlutafélags. Lítið tillit hefur verið tek-
ið til viðskiptavildar og mögulegs
framtíðarhagnaðar fyrirtækja. Er-
lendis eru þessir þættir hinsvegar
metnir og þeir hafa mikil áhrif á verð
hlutabréfanna. Með tímanum má
reikna með að sömu aðferðir verði
teknar upp hér.
Búast má við aukinni eftirspurn líf-
eyrissjóða og verðbréfasjóða eftir
hlutabréfum, sérstaklega þegar vext-
ir skuldabréfa fara lækkandi. Erlendir
lífeyrissjóðir hafa jafnan fjárfest mikið
í hlutabréfum enda er það talið nauð-
synlegt til að ávaxta eignir þeirra á
besta hátt. Fáir íslenskir lífeyrissjóðir
eru byrjaðir að kaupa hlutabréf en
þeim mun án efa fjölga eftir því sem á
líður og markaðnum vex fiskur um
hrygg.
Áhugi erlendra aðila á íslenskum
hlutabréfum er farinn að gera vart við
sig. í þeirra augum er ísland „an em-
erging market“ en það er þekkt fyrir-
bæri að fyrstu árin sem hlutabréfa-
markaður starfar í landi hækkar verð
hlutabréfa með miklum hraða.
í HVERJU FELST HAGNAÐUR
AF HLUTABRÉFUM?
1. Gengishagnaður: Hlutabréfin
eru seld hærra verði en þau voru
keypt. Gengishagnaður umfram
verðhækkanir er skattskyldur.
2. Arður: Ef hagnaður er af rekstri
er oftast greiddur arður til hluthafa.
Einstaklingur má fá allt að 10% af
nafnverði hlutabréfa í arð, án þess að
TRYGGVAGATA4-6 101
reykjavík sími
I ýstárlegur veitingastaður við
gömlu höfnina. Matseðillinn er
Jjölbreytilegur og spennandi, auk
þess semfást Ijúffengir kokteilar
og smáréttir á kajfibarnum.
Gleðistundin er milli
17:30—19:30, en þá veitum við
20% afslátt afmat og bjóðum
matargestum Ijúfan fordrykk í
kaupbæti.
Opnunartími 17:30—23:30.
Verið velkomin.
31