Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 43

Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 43
ekki um það að ræða að sendandi tengist móttakanda beint um tiltekna gagnaflutningsknu meðan sending varir eins og t.d. á við þegar sími, póstfax eða telex er notað. X.400 er raunar staðall fyrir sjöunda og efsta lag (notendalag) svo- nefnds OSI-líkans sem ijallar um að- gerðir sem notaðar eru við gagna- skipti milli opinna tölvukerfa. Enn er eftir að staðla aðgerðir á nokkrum öðrum lögum líkansins og búast má við að það taki nokkum tíma að ljúka því verki svo að X.400 tölvupóstur geti orðið að raunveruleika. Tölvupóstkerfi sem byggir á X.400 staðlinum mun innihalda fleiri eða færri póstmiðstöðvar sem taka á móti tölvugögnum, geyma þau og senda áfram þar til viðtakanda er náð. Hér á Islandi mun þurfa a.m.k. eina slíka tölvupóstmiðstöð. X.25 ■ GAGNAFLUTNINGSNET Þriðji staðallinn sem einnig kemur hér við sögu er nefndur X.25 og fjallar um hvernig gagnasendingar ganga fyrir sig um gagnaflutninsgnetin innan lands og milli landa. Staðallinn miðar við svonefnd pakkanet sem flytja gögn sem pakka. Póstur og sími hér á landi hóf fyrir nokkrum árum að starf- rækja gagnaflutningsnet innanlands og með tengingu til útlanda. Starfs- menn Pósts og síma völdu X.25 sem staðal fyrir þetta net og mega vel við una því að svo virðist sem þessi stað- all sé nú orðinn ráðandi í gagnaflutn- ingi um allan heim. I gagnaflutningi eru notaðar síma- línur, fjarskiptaleiðir, gervihnatta- sambönd og aðrir hlutar venjulegs sí- makerfis til þess að bera tölvugögnin. UPPLYSINGAFLÆBI - UNNAR FISKAFURÐIR Upplýsingaflæði í tengslum við útflutning á unnum fiskafurðum er flókið. Seljandi þarf að hafa samskipti við tíu aðila innanlands auk kaupanda erlendis. Með SMT verður hægt að láta tölvur annast þessi samskipti og þannig ætti að nást umtalsverð hagræðing. Myndin er gerð af þeim Sigurði Inga Margeirssyni hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Þorvaldi Baldurs hjá Sjávarafurðadeild SÍS og Einari Inga Ágústssyni hjá Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda en þeir eru í áhugahópi um SMT í sjávarútvegi á vegum EDI-félagsins. 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.