Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 48

Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 48
FERÐALOG SAGA CLASS: SVEIGJANLEIKIOG WEGINDI Frá betri stofu Saga Class á Keflavíkurflugvelli. Tvær flugfreyjur sjá um að þjóna 20 farþegum á fyrsta farrými. Mikil áhersla er lögð á skjóta, örugga og alúðlega þjónustu. TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 48 Á undanförnum missirum hafa Flugleiðir lagt mikla áherslu á að laða til sín fleiri farþega sem fljúga á fyrsta farrými, Saga Class. Þetta er skiljanleg stefna í ljósi þess að fargjöld á fyrsta farrými eru mun dýrari en venjuleg fargjöld. Hjá flugfél- gögum um allan heim eru í gildi margskonar sérfargjöld sem mikið eru auglýst vegna þess hve þau eru lág. En þegar betur er að gáð eru lágu fargjöldin oft háð ýmsum takmörkunum sem gera þau óaðgengileg og oft á tíðum óhagkvæm fyrir neytend- ur þegar betur er að gáð og allir þættir eru teknir með í reikning- inn. Það er aukning í sölu fyrstafarrým- isferða hjá öllum flugfélögum á vest- urlöndum. Sama hefur orðið uppi á teningnum hjá Flugleiðum eftir að fé- lagið tók að leggja meiri áherslu á sölu Saga Class með kynningarstarfsemi og auglýsingum. Röð blaðaauglýsinga frá félaginu hefur vakið athygli en þar ganga ýmsir þekktir borgarar fram fyrir skjöldu og vitna. í ummælum þeirra er megináhersla lögð á tíma- sparnað. Tíminn er dýr og hann er mjög af skornum skammti hjá mörg- um, einkum þeim sem fást við krefj- andi störf, t.d. í viðskiptalífinu. Enda er reynslan erlendis sú að fyrsta far- rýmið er lang mest notað af mönnum í viðskiptum sem leggja megináherslu á að nýta tíma sinn vel og markvisst. En hvað er það sem Saga Class farþegar fá fyrir þann mikla verðmis- mun sem er á farseðlum þeirra og hinna sem velja ódýrustu fargjöldin með þeim takmörkunum sem þeim fylgja? Fyrst má nefna að það eru engar takmarkanir á ferður Saga Class far- þega. Farseðill þeirra gildir í eitt ár og

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.