Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 50

Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 50
FERÐALOG Þeir sem vilja hvílast á leiðinni kunna vel að meta það að hafa laus sæti við hliðina á sér. brottför, þegið ókeypis veitingar og litið í dagblöð og tímarit sem þar liggja frammi. Það mun vera ætlun Flugleiða að koma sér upp betri stofum fyrir Saga Class farþega í flughöfnum á öllum áfangastöðum sínum. Síðast opnaði félagið svona aðstöðu á Heathrow flugvelli í London. Biðsalurinn er mjög vandaður og snyrtilegur í alla staði og það er þægilegt að koma þangað inn í kyrrðina og hvfla sig stutta stund frá skarkala flughafnar- innar. Það er margt sem bendir til þess að íslendingar eigi eftir að nota Saga Class flugið hjá Flugleiðum og fyrsta farrými hjá flugfélögum um allan heim í vaxandi mæli. Menn eru sífellt betur að gera sér ljóst að verðsamanburður á milli dýrustu og ódýrustu farseðla er ekki einhlýtur. Brýnnt er fyrir far- þega að kynna sér hvað er innifalið í farseðlum á fyrsta farrými og hvaða hömlur fylgja notkun afsláttarfarseðl- anna áður en þeir taka ákvarðanir um ferðamáta. En það brennur líka á flug- félögunum að koma upplýsingum um möguleika og kosti fyrsta farrýmisins á framfæri við markaðinn. 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.