Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 52
IÐNAÐUR
um um úrbætur utandyra er einfald-
lega ekki sinnt. Sömu sögu er að
segja úr mörgum öðrum atvinnu-
greinum þótt sá hluti þessarar sorg-
arsögu verði ekki rakinn hér.
Hér á eftir er ætlunin að reifa þessi
mál nokkuð og staldra fyrst og fremst
við iðnfyrirtæki höfuðborgarsvæðis-
ins. Við birtum nokkrar myndir frá
þeim fyrirtækjum þar sem vel er að
verki staðið en einnig af þeim stöðum
þar sem niðumíðslan ræður ríkjum.
Rætt er við þá aðila sem hafa með
þessi mál að gera, m.a. byggingar-
fulltrúa, starfsmenn heilbrigðisyfir-
valda og forráðamenn bæjarfélaga.
EITT FYRIRTÆKI í BÆNUM!
Blaðamenn Frjálsrar verslunar
lentu í talsverðum vanda þegar átti að
festa á filmu nokkur þeirra iðnfyrir-
tækja á höfuðborgarsvæðinu þar sem
lóðir voru að fullu frágengnar og um-
hverfið í samræmi við þær kröfur
sem ætti að gera til vinnustaða. í
Mosfellsbæ og Kópavogi, svo dæmi
séu tekin, tókst að finna eitt fyrirtæki
á hvomm stað þar sem hlutirnir voru í
lagi. Eftir akstur um iðnaðarhverfi
þessara bæja vöknuðu ýmsar spurn-
ingar um það sem fyrir augu bar.
Hvers vegna er áhugi forráða-
manna fyrirtækjanna á bættu um-
hverfi svona k'till? Veldur peninga-
skortur því að menn láta frágang lóða
sitja á hakanum eða er hugarfarið á
villigötum? Við bárum þessar spum-
ingar undir Pál Guðjónsson bæjar-
stjóra í Mosfellsbæ:
„Nei, þótt vissulega sé hart í búi hjá
mörgum þessara fyrirtækja er í lang-
fæstum tilvikum um að kenna skorti á
fjármagni. Einatt er það svo að tiltölu-
lega lítið kostar að tyrfa lóðir, gróð-
ursetja nokkur tré og fegra umhverfið
með þeim hætti. Það sem menn virð-
ast ekki hafa áttað sig á er sú stað-
reynd að bætt aðkoma að fyrirtækj-
unum hlýtur að vekja upp jákvæðar
kenndir hjá viðskiptavinum og að fjár-
festing í bættu umhverfi skilar sér því
í beinhörðum peningum. “
Reykjalundur í Mosfellsbæ reynd-
ist vera eina fyrirtækið sem bæjar-
stjórinn treysti sér til að mæla með til
myndatöku af þeim fyrirtækjum þar
sem ástandið er viðunandi. Raunar
reyndist það vera meira en viðunandi
því allt frá stofnun Reykjalundar hafa
forráðamenn þar sinnt umhverfinu
mjög vel enda eru skilyrði til ræktun-
ar í Mosfellsbæ afar góð.
Alafoss hefur lengi verið starf-
ræktur í Mosfellsbæ og það meira að
segja á sömu slóðum og Reykjalund-
ur. Því miður er allt aðra sögu að
segjaþaðan. Bflastæði eru ófrágengin
og lóðin að öðru leyti eins og þegar
byggingu verksmiðjuhúsanna lauk
fyrir margt löngu. Skammt frá er að
finna Hlíðartúnshverfi þar sem Mos-
fellsbær hefur úthlutað lóðum undir
iðnfyrirtæki. Á næstum hverri lóð
blasir rusl við vegfarendum og við-
skiptavinum og maður spyr sig hvað
valdi. Eru hér einhvers konar æfinga-
búðir fyrir skussa í rekstri fyrirtækja
eða veldur hinni ömurlegu heildar-
mynd hið gamalkunna, að hver dragi
dám af öðrum?
Páll Guðjónsson sagði Hlíðartúns-
hverfið vera iðnaðarhverfi sem bæj-
aryfirvöld hefðu átt í mesta basli við
um margra ára skeið. Ástandið væri
afar slæmt upp til hópa og ítrekaðar
tilraunir til að fá menn til að hressa
upp á útlit fyrirtækjanna hefðu borið
lítinn sem engan árangur. Á vegum
bæjarins færu fram lóðahreinsanir
öðru hvoru en jafnharðan sækti í
sama farið.
„Auðvitað eiga fyrirtæki í iðnaði
hér misjafnlega erfitt uppdráttar en
eitt er víst að sú mynd sem blasir við
þeim sem þangað eiga erindi er ekki
líkleg til að glæða viðskiptin. Um leið
veldur slæmt iðnaðarhverfi því að ný-
ir aðilar hafa takmarkaðan áhuga á því
Hellulagning
jarðvinna
Tökum að okkur hellulagningu og
hitalagnir, jarðvegsskipti,
moldarkeyrslu, skjólveggi,
kanthleðslur o.m.fl. í sambandi við
lóðina, garðinn eða bílastæðið.
Einnig viðgerðir og smíði á
grindverkum.
Bjóðum upp á greiðslukjör.
Valverk hf.
® 985-24411 á daginn eða 52678
Vörubílar til hverskonar flutninga
Útvegum fyllingarefni.
Önnumst jarövegsskipti.
Timavinna ákvæðisvinna.
Vörubílastöðin
Þróttur
Simi 25300