Frjáls verslun - 01.07.1989, Síða 55
ástandið væri ef sú árlega hreinsun
færi ekki fram.
í 43. grein heilbrigðisreglugerðar
segir m.a.: „Eigi má fleygja rusli, úr-
gangi, þ.ám. olíusora eða öðru því, er
valdið getur óþrifnaði, óheilnæmi eða
óprýði á lóðir, hafnir, flóa og firði,
flörur eða yfirleitt á almannafæri, né
skilja slíkt þar eftir eða valda því að
það berist þangað.“
Þessi grein reglugerðarinnar er
einfaldlega þverbrotin. Forráða-
mönnum fyrirtækja er óheimilt að
ganga um lóðir sínar eins og þeim
sýnist og geri þeir það eru bæjaryfir-
völd, með skírskotun til reglugerða, í
rétti til að grípa í taumana.
Á vorþingi Alþingis 1988 var síðast
breytt lögum um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit og er þeim ætlað að
ná yfir alla starfsemi og framkvæmd
sem hefur eða getur haft í för með sér
mengun lofts, láðs eða lagar. I 27.
grein laganna eru ákvæði um valdsvið
og þvingunarúrræði. Viðkomandi
heilbrigðisnefnd getur beitt þrenns
fspan hf. í Kópavogi fékk verðlaun Umhverfisráðs þar í bæ árið 1988 fyrir
snyrtilegt umhverfi. Slík fyrirtæki eru því miður vandfundin í Kópavogi sem
og annars staðar.
HÚSBYGGJENDUR * VERKTAKAR * HÖNNUÐIR
NÝJUNG Á ÍSLENSKUM BYGGINGAMARKAÐI
SEMKÍS S100 VATNSFÆLIN STEYPUHÚÐ
SEMKÍS P100 ALKALÍÞOLIN PLASTÞEYTA
Er ætlað til húðunar á steypufleti til verndunar, holufyllingar og jöfnunar
á áferð.
Er ákjósanleg á undirstöður húsa (sökkla), einkum þar sem hætta er á
að steypan sé nokkuð vatnsdræg. Efnið er auðvelt að hræra út og með
réttu magni af vökva gefur það velling, sem er þjáll að bera á. Efnið fest-
ist vel við hreinan steypuflöt og gefur sterkt og þétt yfirþorð.
Er árangur langs þróunarstarfs
Er prófað af opinberum rannsóknastofnunum
Er framleitt undir ströngu gæðaeftirliti
Er merk íslensk nýjung, þróuð og framleidd fyrir islenskar aðstæður
GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ
HEILDSÖLUDREIFING:
Sementsverksmiöja ríkisins
Afgreiðsla Sævarhöfða S 91-83400
Afgreiðsla Akranesi S 93-11555
Fæst í öllum helstu
byggingavöruverslunum
ISLENSKA JARNBLENDIFELAGIÐ HF. I
SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS
KALMANSVELLIR 3 AKRANESI
S 93-13355