Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.07.1989, Qupperneq 57
Eitt stærsta iðnaðarhverfi landsins er sk. Höfðahverfi í Reykjavík. Þessi götumynd úr Vagnhöfðanum er dæmigerð og raunar væri hægt að birta dæmi um mun verri frágang lóða. Magnús sagði þetta afskaplega slít- andi starf og kynni þar að vera ástæð- an fyrir því hversu illa sum sveitar- félög fylgdu eftir kröfum um úrbætur. Mestu máli skipti þó sú staðreynd að þessi þáttur væri afar vinnuaflsfrekur og að á mörgum svæðum væri ein- faldlega ekki mannskapur til að tryggja framgang mála. „Sveitarfélög verða að fylgja kalli tímans og auka þá þætti sem lúta að umhverfismálum. Þá eru lóðir og lendur sveitarfélaganna sjálfra víða í slæmu ástandi og ljóst að þegar svo er í pottinn búið geta þau illa gert kröfur til annarra," sagði Magnús Guðjónsson. HÖRMUNG í HÖFÐAHVERFI Hundruð iðnfyrirtækja eru með að- setur í Reykjavík. Afar fá þeirra upp- fylla ströngustu kröfur um snyrtilegt umhverfi og í sumum hverfum eru lóðir eins og ruslahaugar yfír að líta. Dæmi um þetta er Höfðahverfið í borginni, sem hefur verið að rísa á síðustu árum. Til undantekninga heyrir ef hús heillar götu eru fullfrá- gengin eða bflastæði gerð. Nánast hvergi er grasbletti að sjá við hús og hvað þá tré eða runna, sem gætu gjörbreytt svip þessa þjónustuhverf- is. Tryggvi Þórðarson hjá Heil- brigðiseftirliti borgarinnar sagðist taka undir þá umsögn að Höfðahverf- ið væri hörmung. Lóðir væru mjög stórar og víðast ófrágengnar og því væri yfirbragð hverfisins afar slæmt. En hvers vegna komast menn upp með slíkt ár eftir ár? „Það er mjög erfitt að eiga við þetta og heilbrigðisyfirvöld leita allra ann- arra leiða til að fá menn til að hreinsa umhverfis hús sín áður en gripið er til lokunaraðgerða. Hreinsunardeild á vegum gatnamálastjóra framkvæmir árlega hreinsun í atvinnuhverfunum og borgaryfirvöld reyna eftir megni að halda ósómanum í skefjum. Hins vegar eru eigendaskipti tíð í fyrir- tækjum og það gerir okkur erfitt um vik. Einnig er mjög erfitt að eiga við þau fyrirtæki þar sem eigendur eru fleiri en einn. “ Tryggvi taldi ástandið í borginni al- mennt vera að skána. Fyrir nokkrum árum hefði verið komið upp geymslu- plássi fyrir vinnutæki, varahluti, steypumót og þess háttar uppi í Gufu- nesi og hefði þetta mjög bætt ástand- ið á lóðum þeirra fyrirtækja er væru í grófiðnaði. Þá væru lóðir í nýrri at- vinnuhverfum mjög stórar og því auð- veldara að koma óþrifalegu dóti er fylgdi rekstrinum á bak við skjólveggi er hindruðu sjónmengun. Slíku væri t.d. ekki til að dreifa í iðnaðarhverfi við Súðarvog þar sem lóðir væru afar Gámur — Hreinsunarþjónusta Er allt í rusli hjá þér? Þá getum viö hjálpað. Við lánum þér sorpgáma, stóra og smáa og mætum síðan reglulega til að losa. Einföld lausn, ekki satt? Gámur Borgarholtsbraut 54 Kópavogl siml: 91-44229 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.