Frjáls verslun - 01.07.1989, Page 61
Risarnir í Bretlandi. Rupert Murdoch og Robert Maxwell. Maxwell gefur út dagblaðið Daily Mirror í Bretlandi.
Efnistök blaðsins eru svipuð og hjá Sun og News of the World. Munurinn er sá að Mirror styður Verkamannaflokk-
inn með ritstjórnarstefnu sinni en blöð Murdochs hrópa húrra fyrir Thatcher. Maxwell hefur verið að færa sig yfir í
sjónvarpsrekstur og á meðal annars stóran hlut í MTV Europe gervihnattastöðinni. Maxwell Communications
Corporation velti 869.6 milljónum punda á síðasta ári.
réttamennskunni. Blaðamennskan sem
stunduð er á þessum blöðum Murdochs í
Bretlandi hefur verið gagnrýnd harðlega
og margar spurningar hafa vaknað um
það hversu langt blaðamenn megi ganga
svo og um ritfrelsi í Bretlandi. Vanda-
málið er að lágstéttarblöð eins og The
Sun og News of the World bera sig ekki
nema að þau höfði til fjöldans og innihald
blaðanna virðist svo sannarlega höfða til
múgsins í Bretlandi. Þetta kemur til af
því að auglýsendur vilja ekki auglýsa í
blöðum sem verkalýðurinn les. Hann
hefur ekki nægan kaupmátt. Þess vegna
verður lágstéttarblað eins og Sun að
seljast í minnst tveimur milljónum eint-
aka á hverjum degi til þess að bera sig,
en miðstéttarblað eins og The Times,
sem er einnig í eigu Murdochs, selst í
500.000 eintökum á hverjum degi en
hefur margfalt hærri auglýsingatekjur
sem vega upp á móti færri seldum ein-
tökum.
Murdoch festi síðan kaup á tveimur
virðulegustu blöðunum í Bretlandi, The
Times og The Sunday Times. Hann hef-
ur látið breyta útliti beggja blaðanna mik-
ið og aukið upplag þeirra en þau hafa
samt sem áður haldið virðuleikablæ sín-
um sem traustir og vandaðir
fjölmiðlar.
Á árinu 1973
hóf Murdoch
innreið sína í
Ameríku.
Hann keypti
tvö dagblöð í
San Antonio í Texas
og breytti öðru þeirra í æsif-
réttablað. Árið 1974 kom hann á fót
landsblaði, The Star, sem kemur út
vikulega. Tveimur árum síðar keypti
hann síðdegisblaðið The Post í New
York. Árið 1982 keypti hann blaðið Her-
ald American af Hearst samsteypunni í
Boston. Öll þessi blöð urðu æsifrétta-
blöð í höndunum á Murdoch. Samstarfs-
menn hans segja að hann sé ótrúlega
harður en hæfur blaðamaður. Þegar
hann vann að útbreiðslu The Sun í Bret-
landi vann hann eins og hest-
ur við blaðið og átti
margar af hug-
myndunum
sem urðu til
þess að blað-
ið náði svo
feikilegri út-
breiðslu sem raun ber
vitni. Sagt er að Murdoch njóti
þess enn að ganga inn á ritstjórnarskrif-
stofur The Sun til þess að skrifa fyrir-
sagnir.
Hann hefur hirt upp hvert tapfyrirtækið á
fætur öðru og hamrað í gegn breytingar á þeim
þannig að þau skili honum gróða.
61