Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.07.1989, Blaðsíða 62
ERLENT Dagblöð og tímarit Murdochs í Astralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum skiluðu honum hundruðum milljóna í tekjur og í kringum 1980 fór hann að líta í kringum sig eftir öðrum fjárfestingum. Auglýsingasjónvarp í Bretlandi hafði skilað sjónvarpsstöðvunum þar gífurlegum hagnaði og Murdoch var æstur í að fá eitt- hvað af þeirri köku. En þó hann ætti fjár- magnið hindruðu bresk lög hann. Dagblaðaeign hans bann- aði honum að eiga sjónvarpsstöð. Þetta varð til þess að hann setti á fót gervihnattastöðina Sky Channel árið 1982, sem varð útbreiddasta gervi- hnattastöðin með rúmlega 10 milljónir áhorfenda árið 1988. Sjónvarpsmarkaðurinn í Evrópu nær til 112 milljón heimila og áætluð velta sjónvarpsstöðva í Evrópu er um 10 milljarðar punda. Murdoch náði aðeins broti af þessum áhorfendum með Sky Channel og kannanir sýndu að aðeins pínulítið brot af þeim áhorfendum sem höfðu tækifæri til að horfa á rásina í gegnum kapalkerfi notfærðu sér það. Tilraunin til þess að sjónvarpa yfir landa- mæri til áhorfenda í mörgum Evrópu- löndum mistókst algjörlega og bæði Murdoch og aðrir sem ætluðu sér að græða á fyrirtækinu töpuðu milljónum punda. En Murdoch er sannfærður um að hægt sé að græða á gervihnattasjón- varpinu. I júní á síðasta ári tilkynnti hann á blaðamannafundi í Bretlandi að Sky sjónvarpið væri að færa út kvíarnar. Að þessu sinni yrði nægilegu flármagni dælt í fyrirtækið til þess að hægt yrði að sjón- varpa á fjórum rásum í gegnum Astra gervihnöttinn. Murdoch tilkynnti einnig að ætlunin væri að þjóna breska markað- inum í samkeppni við auglýsingasjónv- arp þar. Hann hafði gert samning við Amstrad fyrirtækið um framleiðslu á litl- um, ódýrum diskum til móttöku á sjón- varpsefninu og hann gerði ráð fyrir að meira en milljón diskar myndu seljast í Bretlandi á árinu 1989. Kostnaður við þessar fjárfestingar eru yfir 500 milljónir punda. Þegar Murdoch tilkynnti þessa ákvörðun sína urðu aðrir ijölmiðlarisar ævareiðir. Robert Maxwell blaða- og sjónvarpskóngur hafði ætlað sér að sjón- varpa á Astra gervihnettinum en ákvörðun hafði verið tekin um að bíða í eitt ár til þess að hægt yrði að nota fullkomnara sjónvarpskerfi, sem kallast D-Mac. Murdoch ákvað hins vegar að sjónvarpa í Pal kerfmu til þess að áhorf- endur þyrftu ekki að fjárfesta í nýjum tækjum öðrum en móttökudiskinum. Þannig gat hann einnig orðið ári á undan og slíkt er afar mikilvægt til þess að venja áhorfendur við ákveðna stöð. En hlutimir hafa ekki gengið eins vel og Murdoch ætlaði í fyrstu. Illa hefur gengið að dreifa móttökudiskunum og almenn- ingur í Bretlandi hefur ekki sýnt fyrir- bærinu Sky nægan áhuga. Sala á diskum hefur ekki gengið eftir áætlunum. Þar að auki missti Murdoch Disney rásina, sem hefði getað unnið hylli almennings, þegar Walt Disney fyrirtækið ákvað á síðustu stundu að draga sig út úr fyrir- tækinu. Murdoch á nú í umfangsmiklum málaferlum við Disney fyrir alvarleg samningsbrot. En það er ýmislegt sem bendir til þess að Sky sjónvarpið muni skila góð- um hagnaði í framtíðinni ef allt fer að vilja Murdochs. Hann hefur alla tíð reiknað með því að gervihnattasjónvarpið skili ekki hagnaði fyrr en eftir áratug eða svo — kannski fyrr ef áætlanir standast. Undirbúningur þessa fyrirtækis hefur staðið yfir síðan á árinu 1985 þegar Mur- doch fór út í gífurlegar íjárfestingar í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru stærsti sjónvarps- markaður í heimi. Hann samanstendur af 88 milljónum heimila og velti 38.28 milljörðum dollara árið 1988. Murdoch hafði áhuga á því að kaupa sjónvarps- stöðvar í Bandaríkjunum en líkt og í Bretlandi voru lög sem hindruðu útlend- inga í að eignast sjónvarpsstöðvar þar í landi svo og lög sem bönnuðu dagblaða- eigendum að taka þátt í slíkum rekstri á sömu markaðssvæðum og blöð þeirra gera út á. Murdoch byijaði samt að þreifa fyrir sér í þessum efnum og ákvað að snúa sér fyrst að því að kaupa nauðsynleg tæki til þess að framleiða sjónvarpsefni. í mars árið 1985 ákvað hann að kaupa helming- inn af kvikmyndaverinu 20th Century Fox af olíuauðkýfingnum Marvin Davis frá Denver. Fyrir þetta borgaði Mur- doch 250 milljónir dollara. Murdoch hafði áður haft samband við Davis með hugsanlega fjárfestingu í Wamer Com- munications í huga. Murdoch átti þá þegar 7% af hlutabréfum Warners. í staðinn keypti Warner Murdoch út úr fyrirtækinu fyrir 41 milljón dollara og hann notaði þetta fjármagn til að kaupa Fox. Á þessu stigi málsins vissu menn að Murdoch myndi ekki sætta sig við að eiga aðeins helminginn í Fox. Einn heim- ildarmaður Wall Street Journal lét þau orð falla að það myndi ekki líða á löngu þar til Murdoch stjómaði eða eignaðist Fox að öllu leyti. Hann væri ágengur og langt frá því að vera samvinnuþýður ef aðrir ættu hlut í fyrirtækjum hans. í maí 1985 tilkynnti Murdoch að hann hefði fest kaup á sjö óháðum sjónvarps- stöðvum af fyrirtækinu Metromedia Inc. Fyrir þessar stöðvar sem eru stað- settar á sjö stærstu sjónvarpsmörkuð- um Bandaríkjanna borgaði hann 1.5 millj- arða dollara. Stöðvarnar eru staðsettar í New York, sem er stærsti sjónvarps- markaðurinn í Ameríku, Los Angeles, Chicago, Dallas, Washington DC, Hou- ston og Boston. Murdoch var staðráð- inn í því að fara út í grimma samkeppni við stóm sjónvarpsnetin þrjú, ABC, NBC og CBS og með því að festa kaup á Metromedia stöðvunum gat hann náð til rúmlega 18% af sjónvarpsáhorfendum í Bandaríkjunum. Murdoch skorti ekki samkeppnisaðila sem vildu festa kaup á þessum stöðvum. Fyrirtækin Gulf & Westem Industries sem eiga Paramount Pictures kvik- myndaverið og Coca-Cola vildu bæði kaupa stöðvarnar en þegar þessir aðilar fréttu hversu háa upphæð Murdoch var reiðubúinn að borga drógu þeir sig til baka. Ástæðan fyrir því að Murdoch var tilbúinn að borga svo mikið var einfald- lega sú að hann vildi fara strax út í sam- keppni við stóru sjónvarpsnetin þrjú. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði keypt stöðvamar svo dýru verði svaraði hann: „Mér fannst verðið alls ekki hátt. Það má ekki gleymast að við náðum stærstu mörkuðum í heimi eins og hendi væri veifað.“ Marvin Davis sem hafði tekið þátt í samningaviðræð- unum um kaup á stöðvunum var ekki ánægður. Hann fór ofan í saumana á kaupsamningunum og leist ekki á blik- una. í september 1985 dró hann sig út úr fyrirtækinu. Davis vissi að Murdoch vildi eignast hinn helminginn í 20th Cen- tury Fox. Hann vissi einnig að fyrst Murdoch var búinn að festa kaup á sjón- varpsstöðvunum þá væri hann reiðu- búinn að borga mjög hátt verð fyrir Fox Fréttir af ofbeldi, kynlífssvalli og slúður, svo og mjög læsilegar íþróttafréttir einkenna News of the World. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.