Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 41

Frjáls verslun - 01.05.1990, Page 41
 Spánarkonungur í heimsókn í íslenskri saltfiskverkunarstöð sumarið 1989. Með honum á myndinni eru Sigurður Einarsson og Magnús Gunnarsson. starfað hjá fyrirtæki í Barcelona, Copesco að nafni, sem er stærsti inn- flytjandi á saltfiski til Katalóníu. Haustið 1987 var hann ráðinn til að vinna fyrir SÍF í Barcelona og í byrjun þessa árs stofnaði SÍF dótturfyrir- tæki á staðnum sem er að öllu leyti í eigu samtakanna. Solemou segir að íslendingar flytji allan saltfiskinn til Spánar í gegnum 12-14 innflytjendur. Alls voru þetta um 10 þúsund tonn í fyrra, að sölu- verðmæti nærri 50 milljónir USD. Skrifstofa SÍF í Barcelona tekur við pöntunum og sér um að saltfiskinum sé skipað á land í Bilbao. Síðan taka kaupendurnir við vörunni. Skrifstofan er í stöðugu sambandi við viðskipta- vinina og fylgist með markaðinum. Hún stendur fyrir markaðsrannsókn- um, stjórnar og samræmir allt kynn- ingar- og auglýsingastarf SÍF á staðn- um og gerir söluáætlanir. Mest er selt af saltfiski á matvöru- mörkuðum en hann er einnig á boð- stólum í kjörbúðum og sérverslunum. Auk þess er mikið selt til veitinga- húsa. „Verðið hækkaði talsvert í fyrra, einkum á stórum fiski,“ segir Soler- nou, „og það hefur einnig farið upp á við í ár. Eftirspumin verður að hald- ast mikil til að hægt sé að selja á þessu góða verði. Reyndar er eftirspumin meiri en framþoðið vegna hráefnis- skorts á íslandi. Með kynningarstarfi okkar og aug- lýsingum erum við líka að festa salt- fiskinn betur í sessi sem lúxusvöru. Þannig fæst hærra verð. Við komum nýjum uppskriftum á framfæri og auk- um áhuga veitingahúsa með ýmsum hætti fyrir því að hafa saltfisk með sem fjölbreyttustum hætti á matseðl- um sínum. Sem dæmi um það hve hátt verð er á saltfiski saman borið við aðrar fisk- tegundir má nefna að í kjörbúð kostar kíló af tilbúnum saltfiski um 75% meira en kíló af laxi kostar.“ LINDA SLÓ í GEGN „í fyrra fékk íslenskur saltfiskur mjög góða kynningu á Spáni. Við fundum að sú kynning hjálpaði okkur mjög og styrkti stöðu okkar. SÍF tók ákvörðun um að fara út í sjónvarps- auglýsingar og markvissa kynningu á íslenskum saltfiski. Atak okkar fór sérstaklega vel af stað því við fengum Lindu Pétursdóttur alheimsfegurðar- drottningu til að koma til Barcelona og vera við upphaf þessa markaðs- átaks okkar. Hún stóð sig með mikl- um ágætum, vakti óskipta athygli og var hinn glæsilegasti fulltrúi þjóðar ykkar í hvívetna. Fjölmiðlar fylgdust með hverju skrefi hennar og íslensk- ur saltfiskur fékk gríðarlega mikla og J 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.