Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 52

Frjáls verslun - 01.05.1990, Síða 52
FLUGMAL w „1 LIF ¥ UM 1A GÆÐUM 0G $1 ERI m Fll 0“ - SEGIR PÉTUR EIRÍKSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIHJÁ FLUGLEIÐUM Eftir mikinn samdrátt í Atl- antshafsfluginu á síðustu árum hafa Flugleiðir hf. nú opnað þriðju flugleiðina til Bandaríkj- anna. Félagið hefur nú hafið flug til Baltimore og Washington á einn nútímalegasta flugvöll Bandaríkjanna, BWI í Maryland fylki. Margir telja að framtíð fé- lagsins og möguleikar á áfram- haldandi starfsemi standi og falli með Atlantshafsfluginu. Ef fyrirtækið nær að reka hina nýju flugleið til Baltimore með hagnaði þá verð- ur það meiriháttar vendipunktur í sögu Flugleiða, sem sýnir að forráðamenn fyrirtækisins veðjuðu á réttan hest þegar þeir ákváðu að endumýja þotuflotann. Blaðamaður Frjálsrar verslunar fór til Baltimore og var viðstaddur þegar flug- vallaryfirvöld og ráðamenn í Maryland buðu Flugleiðir velkomnar á ný á BWI flugvöllinn 7. maí síðastliðinn. Að auki TEXTI: BJARNI BRYNJÓLFSSON 52 ræddi Frjáls verslun við Pétur Eiríksson, framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá Flugleiðum, um möguleikana, sem nýi flugvélaflotinn gefur félaginu í Atlantshafs- fluginu, um betri leiðir í flugrekstri og hina nýju flugleið til Baltimore og Washington. „Við vomm komnir með mjög óhag- kvæman flota og höfðum í rauninni staðn- að. Þannig að við sáum fram á að ef við ætluðum okkur að vera samkeppnisfærir við önnur flugfélög í Atlantshafsfluginu hvað farþegafjölda varðaði þyrftum við að bjóða sífellt lægri fargjöld. Og með þess- um lágu fargjöldum var í rauninni ekki nokkur leið að halda uppi rekstri á DC8 vélunum, sem vom mjög óhagkvæmar og eldsneytisfrekar," sagði Pétur Eiríksson, markaðsstjóri Flugleiða, þegar blaðamað- ur Frjálsrar verslunar ræddi við hann í Baltimore fyrir skömmu. Pétur Eiríksson er bjartsýnn á að félag- inu takist að hasla sér völl í Bandaríkjunum á ný eftir mikinn samdrátt. „Við ákváðum að draga saman seglin, minnka fyrirtækið og endurskoða allt sem við vorum að gera. Þess vegna stöðvuðum við starfsemi okk- ar í Chicago, Boston og Baltimore. Síðan þetta gerðist höfum við unnið að því að endurskipuleggja fyrirtækið gjörsamlega. Mesti niðurskurðurinn var í Atlantshafs- fluginu einfaldlega vegna þess að þar var mesta tapið á flugrekstrinum. Til þess að geta stundað flugrekstur þarf flugfélag að vera af ákveðinni stærð og íslenski mark- aðurinn er í raun allt of lítiU fyrir flugfélag. Við urðum því að byggja á erlendum mörk- uðum og fannst upplagt að nýta okkur þessi dýrmætu leyfi sem við eigum hér í Bandaríkjunum." Hvers vegna veljið þið þetta svæði, BWI, Baltimore og Washington DC? „Valið stóð um Chicago, Boston, Cleveland og Baltimore. Við höfum rétt- indi til að fljúga á alla þessa staði. Við afskrifuðum Cleveland mjög fljótt og síðan afskrifuðum við Chicago. Þar eru nú þegar 24 flugfélög, sem fljúga til V-Evrópu. Þegar okkur gekk sem best í Chicago voru aðeins fáein flugfélög, sem flugu þangað, og á tímabili vorum við eina félagið þar. Samkeppnisstaðan hafði breyst verulega í Chicago. í Boston var nákvæmlega það sama upp á teningnum. Við höfum alltaf reynt að velja flugvelli, sem fáir fljúga til og þar sem samkeppni er í lágmarki. Ástæðan fyrir því að við völdum Baltimore er fyrst og fremst sú að hingað flýgur aðeins eitt flugfélag frá Evrópu, þ.e. TWA frá London. Hollenska flugfélagið KLM fetar núna í fótspor okkar og hefur flug frá Baltimore til Amsterdam. Að auki er BWI gífurlega góður innanlandsflugvöllur hér í Bandaríkjunum. Hér getum við boðið upp á fleiri tengiflug innan Bandaríkjanna en á nokkrum öðrum flugvelli, sem við áttum kost á að nota. Hér í Baltimore eigum við kost á því að stórauka þjónustu við þá farþega, sem ætla að halda áfram með flugi innan Bandaríkjanna. Og við reiknum með því að um 40% farþeganna, sem koma til með að fljúga með okkur séu að fara eitthvað áfram. Við höfum komið á

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.