Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 13

Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 13
FRETTIR FJARFESTINGARFELAGISLANDS: STORB/ETTUR HAGUR ARIB1990 Mikil umskipti urðu til hins betra hjá Fjárfest- ingarfélagi íslands hf. á árinu 1990. Hagnaður ársins nam 32 milljónum króna í stað 97 milljóna króna taps árið á undan. Á aðalfundi félagsins kom m.a. fram að félagið er nú loks endanlega laust við Vogalax hf. og þann skaða sem það hefur orðið fyrir með þátttöku sinni í fyrirtækinu. Af- skrifaðar kröfur vegna Vogalax voru ástæður hins mikla taps sem varð á árinu 1989 og enn þurfti félagið að taka á sig 13 milljónir króna vegna þessa máls á árinu 1990, en þar með mun Fjárfest- ingarfélagið vera endan- lega laust við áföll vegna Vogalax. Heildarvelta Fjárfest- ingarfélagsins á árinu 1990 var 17,9 milljarðar króna, samanborið við Stjórn Fjárfestingafélags íslands hf. 11,9 milljarða á árinu 1989. Af veltu ársins 1990 voru um 900 millj- ónir vegna hlutabréfavið- skipta. Stærð verðbréfa- sjóða félagsins var tæpir 5 milljarðar króna í árs- lok 1990. Samþykkt var að auka hlutafé í félaginu um 30 milljónir króna að nafn- verði, sem selt verður síðar á árinu samkvæmt ákvörðun stjórnar. Á að- alfundinum urðu nokkrar umræður um verðlagn- ingu á þeim hlutabréfum sem seld verða. Gengi hlutabréfa í félaginu er um 1.35, en fram kom að stór hluthafi, sem hugð- ist selja hlutabréf sín, átti kost á að selja þau á gengi 1.80, en hafnaði því boði og vildi fá gengi 2.00. Stjóm félagsins mun ákveða sölugengi hlutabréfa í félaginu þegar þau verða boðin til sölu. í stjórn Fjárfestingar- félagsins vom kjörnir þeir Guðmundur H. Garð- arsson, formaður, Tryggvi Pálsson, Þórður Magnússon, Kristján Ragnarsson og Hörður Jónsson. Til vara: Jóhann J. Ólafsson, Orri Vigfús- son, Kristján Þorsteins- son, Ágúst Hafberg og Einar Sveinn Hálfdánar- son. Vörusýningar eru okkar fag FERÐASKRIFSTOFAN VERÖLD hefur um langt árabil sérhæft sig í þjónustu við farþega í viðskiptaerindum og við þá sem sækja vörusýningar um heim allann. I dag hefur VER- ÖLD einkaumboð fyrir fjölmargar stærstu vörusýningar í Þýskalandi, sem eru mest sóttu vörusýninar í heimi. Láttu okkur sjá um ferðina fyrir þig, þegar þú ferð í viðskiptaerindum, eða hyggst sækja vörusýningar heim. Sérfræðingar okkar í viðskiptaþjónustu bjóða þig velkominn. Hafðu sambandi við þá eða umboðsmenn okkar vítt og breytt um landið. 11B (U N I i S1181N VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA Austurstræti 17 • Sími 91-622200 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.