Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 16

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 16
FRETTIR EIGNARHALDSFÉLAG VERSLUNARBANKANS: KOSNINGABARÁTTA HAFIN Ástæðan fyrir því að framboð er komið fram til höfuðs Haraldi Haralds- syni í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans mun vera sú að margir hlut- hafanna telja ekki viðeig- andi að Haraldur eigi sæti í stjórn Eignarhaldsfé- lagsins þar sem hann er einn af stærri hluthöfum og stjórnarmaður í Stöð 2. Haraldur var kjörinn formaður Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans á síðasta aðalfundi og tók þá einnig sæti í bankaráði Islandsbanka. Haraldur felldi Gísla V. Einarsson í líflegri kosningu á fund- inum. Á aðalfundinum þann 4.apríl ræðst hvort sömu örlög bíða nú Haraldar í Andra og Gísla V. Einars- sonar í fyrra. Haraldur Haraldsson: Einhverjir vilja hann úr stjórn Eignarhaldsfélags V erslunarbankans. Davíð Oddsson á verk fyrir höndum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. DAVÍÐ OG ÞINGFLOKKURINN Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á mörg vandasöm verkefni fyrir höndum. Eitt af þeim er að ná tökum á þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, hvernig sem kosningarnar fara. Talið er að Davíð hafi EIMSKIP: 20 MILUONIRI ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ í ársreikningi Eim- skips fyrir árið 1990 kem- ur fram að fyrirtækið hef- ur keypt hlutabréf í Al- menna bókafélaginu fyrir 20 milljónir króna á ár- inu. Eins og kunnugt er átti Almenna bókafélagið í miklum erfiðleikum á sl. ári og mun hafa látið nærri að félagið yrði gjaldþrota. Þó tókst að bjarga því, í bili að minnsta kosti, m.a. með því að allar verslanir fé- lagsins voru seldar til Bókaforlagsins Iðunar. Með þessu var mjög dreg- ið úr stærð og starfsemi Almenna bókafélagsins. Það hlýtur að orka mjög tvímælis hvort við- eigandi sé að almenn- ingshlutafélagið Eim- skip, sem er í eigu 14.300 hluthafa, fjárfesti í fyrir- tæki eins og Almenna bókafélaginu sem er nán- ast gjaldþrota. Tæplega þarf að ætla að þeir, sem eiga sparifé sitt geymt í hlutabréfum í Eimskip, fagni ráðstöfun af þessu tagi. Þess má geta að Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, á sæti í stjórn Almenna bókafélagsins. Af öðrum stjórnarmönn- um í félaginu má nefna Björn Bjarnason verð- andi alþingismann, Davíð Oddsson og Eyjólf Kon- ráð Jónsson alþingis- ráðið flestu því sem hann hefur viljað ráða í borgar- stjórnarflokki sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Harla ólíklegt er að þing- flokkurinn verði eins auðsveipur. Bæði vegna þess að þingmennirnir eru að gæta mjög mis- munandi hagsmuna eftir búsetu á landinu og eins má ætla að þeir hafi al- mennt mun mótaðri skoð- anir á málum en einlitur borgarstjórnarflokkur í Reykjavík. Þá má ekki gleyma því að meirihluti þess þing- flokks, sem væntanlega verður eftir kosningar, studdi Þorstein Pálsson í formannskosningunum. Meðal þeirra eru Ólafur G. Einarsson, Salóme Þorkelsdóttir, Þorsteinn sjálfur, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Egill Jónsson, Halldór Blön- dal, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Matthías Bjarnason, Ein- ar K. Guðfinnsson, Guð- jón A. Kristjánsson, Ingi Björn Albertsson, Lára M. Ragnarsdóttir o.fl. Auk þess gáfu nokkrir þingmenn og verðandi þingmenn ekki upp hvor- um frambjóðandanum þeir fylgdu. Davíð hefur þarna verk að vinna. FEFANG HF.: 33 MILUONIRIHAGNAÐ Afkoma Féfangs hf. var góð á árinu 1990. Hagn- aður nam 33 milljónum króna, samanborið við 16 milljónir árið á undan. Hagnaður árið 1990 fýrir tekjuskatt nam 47 millj- ónum króna, en var 18 milljónir árið á undan. Af- koma félagsins hefur því stórbatnað milli ára. Féfang hf. er að 2/3 hlutum í eigu Fjárfesting- arfélags íslands hf. Aðrir hluthafar eru Lífeyris- sjóður verslunarmanna, Tryggingamiðstöðin hf., Islandsbanki og Spari- sjóður vélstjóra. Á aðalfundi félagsins voru þessir kjörnir í stjórn: Gísli Ólafsson, formaður, Jóhann J. Ólafsson og Kristján Oddsson. Til vara: Ágúst Hafberg og Tryggvi Páls- son. 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.