Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.03.1991, Qupperneq 16
FRETTIR EIGNARHALDSFÉLAG VERSLUNARBANKANS: KOSNINGABARÁTTA HAFIN Ástæðan fyrir því að framboð er komið fram til höfuðs Haraldi Haralds- syni í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans mun vera sú að margir hlut- hafanna telja ekki viðeig- andi að Haraldur eigi sæti í stjórn Eignarhaldsfé- lagsins þar sem hann er einn af stærri hluthöfum og stjórnarmaður í Stöð 2. Haraldur var kjörinn formaður Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans á síðasta aðalfundi og tók þá einnig sæti í bankaráði Islandsbanka. Haraldur felldi Gísla V. Einarsson í líflegri kosningu á fund- inum. Á aðalfundinum þann 4.apríl ræðst hvort sömu örlög bíða nú Haraldar í Andra og Gísla V. Einars- sonar í fyrra. Haraldur Haraldsson: Einhverjir vilja hann úr stjórn Eignarhaldsfélags V erslunarbankans. Davíð Oddsson á verk fyrir höndum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. DAVÍÐ OG ÞINGFLOKKURINN Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á mörg vandasöm verkefni fyrir höndum. Eitt af þeim er að ná tökum á þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, hvernig sem kosningarnar fara. Talið er að Davíð hafi EIMSKIP: 20 MILUONIRI ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ í ársreikningi Eim- skips fyrir árið 1990 kem- ur fram að fyrirtækið hef- ur keypt hlutabréf í Al- menna bókafélaginu fyrir 20 milljónir króna á ár- inu. Eins og kunnugt er átti Almenna bókafélagið í miklum erfiðleikum á sl. ári og mun hafa látið nærri að félagið yrði gjaldþrota. Þó tókst að bjarga því, í bili að minnsta kosti, m.a. með því að allar verslanir fé- lagsins voru seldar til Bókaforlagsins Iðunar. Með þessu var mjög dreg- ið úr stærð og starfsemi Almenna bókafélagsins. Það hlýtur að orka mjög tvímælis hvort við- eigandi sé að almenn- ingshlutafélagið Eim- skip, sem er í eigu 14.300 hluthafa, fjárfesti í fyrir- tæki eins og Almenna bókafélaginu sem er nán- ast gjaldþrota. Tæplega þarf að ætla að þeir, sem eiga sparifé sitt geymt í hlutabréfum í Eimskip, fagni ráðstöfun af þessu tagi. Þess má geta að Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, á sæti í stjórn Almenna bókafélagsins. Af öðrum stjórnarmönn- um í félaginu má nefna Björn Bjarnason verð- andi alþingismann, Davíð Oddsson og Eyjólf Kon- ráð Jónsson alþingis- ráðið flestu því sem hann hefur viljað ráða í borgar- stjórnarflokki sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Harla ólíklegt er að þing- flokkurinn verði eins auðsveipur. Bæði vegna þess að þingmennirnir eru að gæta mjög mis- munandi hagsmuna eftir búsetu á landinu og eins má ætla að þeir hafi al- mennt mun mótaðri skoð- anir á málum en einlitur borgarstjórnarflokkur í Reykjavík. Þá má ekki gleyma því að meirihluti þess þing- flokks, sem væntanlega verður eftir kosningar, studdi Þorstein Pálsson í formannskosningunum. Meðal þeirra eru Ólafur G. Einarsson, Salóme Þorkelsdóttir, Þorsteinn sjálfur, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Egill Jónsson, Halldór Blön- dal, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Matthías Bjarnason, Ein- ar K. Guðfinnsson, Guð- jón A. Kristjánsson, Ingi Björn Albertsson, Lára M. Ragnarsdóttir o.fl. Auk þess gáfu nokkrir þingmenn og verðandi þingmenn ekki upp hvor- um frambjóðandanum þeir fylgdu. Davíð hefur þarna verk að vinna. FEFANG HF.: 33 MILUONIRIHAGNAÐ Afkoma Féfangs hf. var góð á árinu 1990. Hagn- aður nam 33 milljónum króna, samanborið við 16 milljónir árið á undan. Hagnaður árið 1990 fýrir tekjuskatt nam 47 millj- ónum króna, en var 18 milljónir árið á undan. Af- koma félagsins hefur því stórbatnað milli ára. Féfang hf. er að 2/3 hlutum í eigu Fjárfesting- arfélags íslands hf. Aðrir hluthafar eru Lífeyris- sjóður verslunarmanna, Tryggingamiðstöðin hf., Islandsbanki og Spari- sjóður vélstjóra. Á aðalfundi félagsins voru þessir kjörnir í stjórn: Gísli Ólafsson, formaður, Jóhann J. Ólafsson og Kristján Oddsson. Til vara: Ágúst Hafberg og Tryggvi Páls- son. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.