Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 26
FORSIÐUGREIN KREFJANDIVERKEFNI RŒTT VIÐ ÁGÚST EINARSSON HJÁ LÝSIHF. UM GÆÐASTJÓRNUN Það iðnfyrirtæki sem er hvað einna lengst komið í gæða- stjómun hér á landi er Lýsi hf. við Grandaveg í Reykjavík. Þar hófst skipulagt átak árið 1987 og má segja að nú sé verkefnið á lokastigi. Hefur þegar verið sótt um það til bresks gæðavottunar- fyrirtækis að fá gæðakerfið í Lýsi hf. vottað og má búast við að það verði gert í haust. Þar með yrði Lýsi hf. fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottað gæða- kerfi. Við spurðum Ágúst Ein- arsson framkvæmdastjóra Lýsis hvers vegna þessi áhersla hafi verið lögð á gæðastjórnun í fyrirtækinu? „Lýsi hf. hefur á síðustu árum þróað framleiðslu sína æ meira á neytendamarkaði erlendis og það hef- ur leitt af sér auknar kröfur um að við sýnum fram á að okkar framleiðsla uppfylli ströngustu skilyrði. Okkar stærstu viðskiptaaðilar eru raunar lyfjafyrirtæki, en á þeim markaði gilda ákveðnar og mjög strangar reglur um að vörur uppfylli ítrustu gæðakröfur. Smám saman hefur þessi mikla áhersla á gæði okkar vöru þróast út í það að við ákváðum að koma hér á gæðakerfi samkvæmt ISO 9002 staðlinum og síðan þá hefur allt starfs- fólk fyrirtækisins farið í gegnum mjög harðan en ánægjulegan skóla og allur rekstur verið yfirfarinn. Árangurinn er þegar kominn í ljós og ekki er neinn vafi á því að þetta verður okkur til enn meiri heilla þegar fram í sækir“, sagði Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri. Ágúst sagði að þorri starfsmanna hefði tekið þátt í verkefninu og að nú væri verið að fullvinna eigin gæða- handbók fyrirtækisins. En hvernig er staðið að verki. Ágúst svarar því. „Við byrjuðum á því að stofna yfir- stjórn verkefnisins en í henni eiga sæti auk mín, tæknilegur fram- kvæmdastjóri og verksmiðjustjóri. Við höfum svo unnið náið með Gunn- ari H. Guðmundssyni hjá Ráðgarði, en hann er manna fróðastur um gæðastjómun fyrirtækja. Síðan voru myndaðir hópar um ritun allra kafla gæðahandbókarinnar. Hver hópur ræddi sitt svið fram og til baka og skrifaði uppkast að sínum kafla. Sá kafli fór svo til yfirlestrar hjá þeim aðilum innan fyrirtækisins sem málið varða og athugasemdir gerðar. Þær eru svo metnar og smám saman hefur gæðahandbókin orðið til. Það má eiginlega segja að með þessu séum við að setja okkar starf- semi á blað, við skilgreinum ábyrgð einstakra starfsmanna en umfram allt reynum við að bæta aðferðirnar og auka þar með hagkvæmni í öllum rekstriunum. Takist vel til teljum við ljóst að við náum að framleiða betri vöru með minni tilkostnaði.“ Ágúst sagði að mjög gaman hefði verið að vinna að þessu gæðastjórn- unarátaki hjá Lýsi hf. Þessi vinnu- brögð gerðu auknar kröfur til stjórn- enda og starfsfólks en ekki síður birgjanna, þ.e. þeirra fyrirtækja sem viðkomandi aðili kaupir aðföng af eða þjónustu. „Þannig verður smám sam- an til keðjuverkun í þessum efnum því margfeldisáhrifin eru fljót að segja til sín. Mér þykir því einsýnt að ef þeim fyrirtækjum fjölgar sem taka upp TEXTI: VALÞÓR HLOÐVERSSON MYND: KRISTJÁN EINARSSON 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.