Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 33

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 33
Ögmundur Einarsson, til vinstri, ásamt Ásmundi Reykdal stöðvarstjóra: „Fyrirtækin verða að leita leiða til að iækka flutningskostnað á sorpi, m.a.með því að nota pressugáma og bæta skipulag flutninganna.“ einstæð í sinni röð. „Við fórum víða til að kynna okkur stöðvar af þessu tagi og öfluðum okkur fróðleiks sem hefur verið hafður að leiðarljósi við tækni- lega útfærslu stöðvarinnar í Gufu- nesi. Stöðin er 5600 fermetrar að stærð eða um þriðjungur af stærð Flugstöðvarinnar í Keflavík. Fyrir ut- an sjálft stöðvarhúsið er svo verið að leggja síðustu hönd á 150 fermetra sérhannaða byggingu, en þar verður tekið á móti spilliefnum, þau flokkuð og innpökkuð til flutnings í brennslu erlendis," sagði Ögmundur í samtali við Frjálsa verslun. Ögmundur lagði mikla áherslu á að allt umhverfi flokkunarstöðvarinnar í Gufunesi yrði til mikillar fyrirmyndar. „Við gerum okkur grein fyrir því að einmitt á svona stað þarf að búa þann- ig um hnútana að umhverfisspjöll verði lítil og að fyllstu snyrtimennsku sé gætt. Umhverfis stöðvarhúsið verður plantað þúsundum trjáp- lantna, allt frárennslisvatn vegna þrifa mun fara í gegnum þrefalt hreinsikerfi og sama gildir um þann vökva sem verður pressaður úr sorpinu.“ EINFÖLD FLOKKUN í grófum dráttum má skipta ferlinu í sorpflokkunarstöðinni í þrjá megin- þætti. Annars vegar er um að ræða meðhöndlun á óflokkuðu sorpi, þ.e. því sem hent er í venjulegar rusla- tunnur. Hins vegar kemur sorp til stöðvarinnar sem fer í flokkun eftir því hvort hægt er að endurvinna það eða koma til losunar annars staðar en á urðunarstaðnum á Álfsnesi. — Lít- um nánar á. í fyrsta lagi munu sorpbílar með óflokkuðu sorpi sturta því í sérstök síló þar sem það verður tætt niður og pressað í vírbundna 700-800 kg. bagga. Rúmmál úrgangsins verður aðeins um 10% af upphaflegu rúmmáli eftir þessa meðhöndlun. Baggarnir verða gerðir með sérstökum vélbún- aði og kemur mannshöndin hvergi nærri. Að meðaltali munu baggarnir staldra við í 2 tíma áður en þeim er ekið á urðunarstað á Álfsnesi. í öðru lagi verður um að ræða óflokkað sorp úr gámum, t.d. frá fyrirtækjum. Það verður grófflokkað með sérstökum vélbúnaði í nokkra meginflokka og fara t.d. málmar í endurvinnslu til Stálfélagsins, múr- brotum og steypuafgöngum verður ekið í landfyllingar, vökvar af ýmsu tagi fara í spilliefnahús, tréhúsgögn í kurlunarvél o.s.frv. í þriðja lagi verður svo tekið á móti öllum timburafgöngum í flokkunar- stöðinni, en talið er að til falli árlega 15-20 þúsund tonn af þeim úrgangi. Samið hefur verið við Jámblendi- verksmiðjuna á Grundartanga um að taka við kurluðum við frá Sorpu og má búast við að um 70% þess, sem til fellur, nýtist þar sem kolefnisgjafi. Sannarlega stórt skref til spamaðar á innfluttu hráefni og um leið veigamik- ið spor til eflingar endurvinnslu í land- inu. Loks skal svo nefnt spilliefnahúsið, en þar verður tekið á móti efnum sem ekki má urða né losa í sjó samkvæmt nýrri mengunarreglugerð. Sér Sorpa um eyðingu þessa úrgangs á öruggan hátt. Sérstök kynning á helstu teg- undum spilliefna er í undirbúningi. Al- menningur mun geta komið þeim til gámastöðva úti í hverfunum en hvað fyrirtækin áhrærir er ætlunin að Sorpa skipuleggi sérstaka söfnun spilliefna sem þar falla til. Einnig mun sorpflokkunarstöðin í Gufunesi taka á móti trúnaðarskjölum til eyðingar svo og holræsaúrgangi sem fer til sérstakrar hreinsunar í þar til gerðum búnaði. VÍÐA HÆGT AD SPARA Nú er ljóst að með tilkomu Sorpu mun gert stórátak í þágu umhverfis- verndar. En það kostar peninga. Meginkostnaðurinn, sem af þessu leiðir, mun falla á sveitarfélögin sem eiga fyrirtækið en einnig á fyrirtæki svæðisins, sem þurfa eftirleiðis að greiða fyrir losun samkvæmt sér- stakri gjaldskrá. Samkvæmt nýrri gjaldskrá kostar 12.684 kr að losa farm af heimilissorpi af meðalstórum sorpbíl. Sveitarfélög- in greiða þann kostnað og innheimta hann svo af íbúunum, annaðhvort í almennum gjöldum þeirra eða með álagningu sérstaks sorpgjalds. Sérstök gjaldskrá er fyrir óflokkað- an iðnaðar- og framleiðsluúrgang. Til að losa slíka farma í stöðinni þarf að greiða frá 11-30 þúsund krónur eftir þunga farmsins. Loks er svo mun lægri gjaldskrá fyrir flokkaðan iðnað- arúrgang og endurvinnanleg eða selj-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.