Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 39

Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 39
TÆKNINNIFLEYGIR FRAM LITIÐ Á HELSTU NÝJUNGAR OG MÖGULEIKA ÝMISSA SKRIFSTOFUTÆKIA SEM SELD ERU HÉR Á LANDI Það er ekki svo langt síðan bréfaskriftir voru eina leiðin til tjá- skipta manna á milli væru þeir staddir hver í sínu landinu. Aðeins 85 ár eru liðin síðan ritsíminn kom hingað til lands sem var bylting í fjarskiptum. Fyrir þann tíma voru handskrifuð bréf erlendis frá send með skipum sem komu ekki til landsins nema endrum og sinnum. Ef fá þurfti vörur erlendis frá var eins gott að gera ráðstaf- anir til að panta þær með margra mánaða fyrirvara. Núna tekur það fullkomnustu myndrita (telefaxtæki) 7 sekúndur að senda fullskrif- að A4 blað á milli landa. Undir heitið „skrifstofutæki" flokk- ast m.a. ritvélar, reiknivélar, ljósrit- unarvélar, myndritar, boðkerfi, síma- kerfi og tölvur. Á örfáum árum hafa öll þessi tæki þróast í þá átt að vera orðin fullkomnari, einfaldari í notkun, fyrirferðarminni og hljóðlátari en um leið ódýrari. Til gamans má geta þess að það eru aðeins tíu ár frá því fyrsti myndritinn var fluttur hingað til lands. Þetta var fyrirferðarmikið tæki og kostaði þá tvær milljónir sem væri nú um tutt- ugu milljónir. í dag kostar myndriti, sem er enn fullkomnari og mun fyrir- ferðarminni, 70.000-100.000 krónur. TEXTI: SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 0G GRÍMUR BJARNAS0N Það er því á færi smærri sem stærri fyrirtækja að taka þátt í kapphlaupinu. Það er líka svo komið að fyrirtæki eru ekki samkeppnisfær nema tileinka sér það nýjasta í skrifstofutækjum því hraði í viðskiptum er það sem gildir. Tækninni fleygir svo ört fram að það er varla fyrir venjulegt fólk að fylgjast með þeim ósköpum. Á síðum Frjálsrar verslunar gefst lesendum nú kostur á að kynna sér helstu nýj- ungar og möguleika ýmissa skrif- stofutækja sem seld eru hér á landi. Tölvum verða þó gerð skil síðar þar sem þær eru, einar og sér, efni í heila grein. 39

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.