Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.1991, Blaðsíða 49
Nýja 6 strokka línuvélin (B 6304 F) er með tvo ofanáliggjandi kambása, 4 ventla á hverjum strokki, kveikju- og háspennuþráðalaust neistakerfi og beina innspýtingu. Blokk og hedd eru úr álblöndu en strokkshlífar úr stáli. Þessi 3ja lítra vél gefur 204 hestöfl við 6000 sn/mín. Tæknilega mun lítið vera því til fyrirstöðu að auka afl vélarinnar í 275-300 hestöfl. eftir því hve mikið ytri frágangur Voivo bfla hefur breyst. Með hnitmið- aðri nákvæmni hefur smáatriðum verið breytt og hagrætt þannig að bfl- arnir bera með sér sérstaka ímynd gæða og glæsileika. Hápunkt þessara vinnubragða má glöggt sjá í 960. Þótt bfllinn sé látlaus í útliti er yfir honum þetta sérkennilega yfirbragð glæsi- leika sem næst með þrotlausu nostri við fagurfræðileg smáatriði - hand- bragð sem oft hefur þótt einkenna Jaguar öðrum bflurn fremur. Sá, sem á Volvo 960, getur því gengið út frá því sem vísu að honum fylgi sú ímynd sem 4 milljóna króna bfll getur skap- að. SIGURVERKIÐ Samspil vélar og sjálfskiptingar í Volvo 960 markar, að dómi undirrit- aðs, kaflaskipti í hönnun evrópskra bfla. í fyrsta skipti er evrópskur bfll boðinn með sjálfskiptingu sem tekur beinskiptum gírkassa fram á öllum sviðum - jafnvel þótt vél sé með púst- þjöppu. Það kemur því ekki á óvart að Volvo 960 er ekki fáanlegur með beinskiptum kassa. Samspil nýju Volvo vélarinnar og tölvustýrðu sjálf- skiptingarinnar er sigurverk sem á sér fáar hliðstæður og mun þó eiga eftir að fínslípa enn frekar. Vélin er hönnuð hjá Volvo og fram- leidd í sérstakri vélaverksmiðju fyrir- tækisins í Skövde. Vélin ber sænskri tækniþekkingu og tæknigetu verðugt vitni og er, að dómi sérfræðinga, sambærileg ef ekki fullkomnari en þær 6 strokka línuvélar sem nú þykja fremstar hjá bæði BMW og Mercedes-Benz. Þessi vél er að langmestu leyti úr áli. Bygging vélarinnar er frábrugðin því sem algengast er um þessar mundir. Þrátt fyrir 6 strokka í línu er hún stutt og fremur lág. Slagrýmið er 2,922 lítrar, hestöflin eru flest 204 við 6000 snúninga en hámarkstogið, og það skiptir mestu máli, er hvorki meira né minna en 267 Nm við 4300 snúninga. Þetta þýðir að krafturinn í vélinni er talsvert meiri en hestaflata- lan segir til um. Vegna þess hve togið er mikið á lágum snúningshraða er viðbragð bflsins, t.d. við botngjöf á 40 km hraða, lyginni líkast. Samræmt vélstýrikerfi (Motronic frá Bosch) og ný útfærsla á neista- kerfi, m.a. engin kveikja og engir há- spennuþræðir, eiga stóran þátt í ótrú- legri sparneytni þessarar vélar. A langkeyrslu undirritaðs í Svíþjóð eyddi bfllinn, þrátt fyrir þjösnalegan akstur á köflum, innan við 10 lítrum á hundraðið. Eftir að hafa ekið þessum efnismikla, kraftmikla og stóra bfl, m.a. á yfir 200 km hraða á sérstakri prófunarbraut Volvo í Hállered, finnst undirrituðum sparneytni þessa öfluga bfls sérstaklega merkileg. Hjá Volvo fullyrða menn að forstjórar taki sparneytnari bflinn framyfir, standi valið um tvo bfla í sama verðflokki, og það hafi með ímynd að gera - fólk sé í vaxandi mæli farið að sýna umhverfis- málum áhuga og orkusparnaður sé of- arlega á blaði í því samhengi. Nýja 6 strokka vélin frá Volvo er sk. „græn vél“. Hún getur notað blýlaust bensín jafnvel þótt oktantalan sé einungis 91 og hún er búin forhituð- um hvarfa (katalysator) sem hreinsar afgasið. Nýja tölvustýrða sjálfskiptingin er mikil völundarsmíð. Hún er með 3 aðskilin prógrömm sem bflstjórinn getur valið um með hnöppum: E (Economy) er prógram sem notað er í öllum venjulegum akstri, skipting á milli gíra er mjúk og sjálfvirk læsing á milli sveifaráss vélar og driföxuls í skiptingu er notuð hvenær sem henni verður við komið. I þessu prógrammi hagar bfllinn sér eins og ætla má af venjulegum sjálfskiptum bfl. S (Spor- ty) er prógramm sem virðist vera sérstaklega hannað fyrir hinn dæmi- gerða sænska bflstjóra - og þá fyrst og fremst til þess að sannfæra hann um að sjálfskiptingin sé búinn að út- rýma beinskipta kassanum í lúxusbfl- um. Hvort það tekst er svo annað mál en takist það ekki er ekki við sjálf- skiptinguna að sakast - frekar lífseig- um fordómum. Sé skiptingin stillt á S bregst hún þannig við breytingu á inn- gjöf að segja má að hægt sé að skipta á milli gíra, upp eða niður, með hægri fætinum. I síðasta lagi er svo prógrammið W (Winter) sem sænskir gárungar segja standa fyrir „Women“. í þessari still- ingu tekur sjálfskiptingin við stjórn inngjafarinnar. Það skiptir engu hve mikið er gefið inn því skiptingin skammtar afl til hjólanna og kemur þannig í veg fyrir að hjólin missi vegg- rip. Sjálfvirk mismunardrifslæsing hjálpar einnig til. Þessi búnaður virk- ar þannig að á góðum negldum snjó- dekkjum á að vera hægt að koma bfln- um af stað í brattri brekku þrátt fyrir flughálku. Eftir að hafa prófað bflinn 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.