Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 51

Frjáls verslun - 01.03.1991, Page 51
A VETTVANGI ÍMARK bauð upp á veitingar að verðlaunaafhendingu lokinni. Þar var margt skrafað um auglýsingar og auglýsinga- mennsku. ATHYGLISVERÐUSTU AUGLÝSINGARNAR Þann l.mars birti íslenski markaðsklúbburinn, ÍMARK, niðurstöður sínar í samkeppni um athyglisverðustu auglýsing- arnar á Islandi árið 1990. Verð- launaafhending fór fram í Borg- arleikhúsinu að viðstöddu fjöl- menni. Besta tímaritaauglýsingin var valin „Sjáðu hvað þú getur fengið hvítar og fallegar tennur ef þú drekkur ekki mjólk“. Hvíta húsið gerði auglýsing- una fyrir Markaðsnefnd mjólkurið- naðarins. Athyglisverðasta dagblaða- auglýsingin var frá Flugleiðum gerð af AUK hf. Hvíta húsið átti bestu sjón- varpsauglýsinguna, en hún var gerð fyrir Kreditkort hf. Gott fólk fór með sigur af hólmi í gerð útvarpsauglýs- inga, „1-2-3 og nú allir af stað“ sem gerð var fyrir Urval-Utsýn. Fyrir útsent efni hlaut auglýsingin „Á jólaróli" fyrstu verðlaun. AUK hf. erði hana fyrir Osta-og smjörsöluna. flokki umhverfisgrafíkur var Hvíta húsið hlutskarpast með Setbergshlíð sem gerð var fyrir SH-verktaka. Auglýsingastofan Hér og nú stóð að bestu auglýsingaherferðinni fyrir Happdrætti SÍBS. í flokki vöru-og MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON firmamerkja hlaut Ydda hf. fyrstu verðlaun fyrir Hraðbankann sem gerð var fyrir Islandsbanka og óvenjuleg- I asta auglýsing ársins var valin Fatan sem Hvíta húsið gerði fyrir Samtök I íslenskra auglýsingastofa. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða hf., afhendir Óskari Gunn- arssyni og Gunnari Steini Pálssyni verðlaun vegna athyglisverðustu tíma- ritaauglýsingarinnar árið 1990. 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.