Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.03.1991, Qupperneq 53
varðandi vinnufatnað í öllum starfs- greinum. Gerðar eru sífellt meiri kröfur um að fatnaðurinn falli vel að ímynd fyrirtækisins. Anna tekur sem dæmi að bankastarfsmenn, verð- bréfasalar, lögmenn og trygginga- sölumenn klæði sig yfirleitt á íhalds- samari hátt en t.d. skapandi hönnuðir auglýsingafyrirtækja. „Þar sem fyrri hópurinn meðhöndlar fjármál og lög- fræðileg mál fólks þurfa þeir að líta traustvekjandi út því traust og trú- verðugheit skipta þar mestu máli. Fjármálaráðgjafiíbanka, semklæðist gallabuxum og bleikum stuttermabol í vinnunni, er ekki líklegur til að vekja traust viðskiptavina. Slíkur fatnaður á jafn illa við á skrifstofunni og teinótt jakkaföt eiga við á baðströndinni." — Hvemig á viðskiptaklæðnaður að vera? „Svarið er mjög einfalt, hann á að vera sígildur. Snið, stíll, litir og fylgi- hlutir eiga að vera þannig að hægt sé að ganga í fatnaðinum þrátt fyrir tískusveiflur. Dragt úr góðu efni með beinu sniði og sígildri blússu er við- eigandi jafnvel ár eftir ár. Litir á fatn- aðinum eru mjög mikilvægt atriði. Hægt er að skapa mismunandi áhrif með litum. Dökkir litir hafa traust- vekjandi áhrif en þó ber að varast að þannig föt geri mann drungalegan. Fylgihlutimir, þ.e. bindi, skyrta, slæða, skór o.s.frv., geta breytt áhrifum t.d. dökkra jakkafata eða dragta. Sumir litir hafa þau áhrif að sá, sem klæðist þeim, virðist fölur og veiklulegur. Það er auðvelt að forðast þannig slys ef vandlega er valið.“ GOH ÚTLIT SKIPTIR KARLMENN MÁLI — Er einhver sérstakur hópur fólks frekar en annar sem óskar eftir ráðleggingum um fataval? „Nei, ég verð ekki vör við það. Það er auðvitað munur á konum og körl- um íþessu sambandi. Það þykir öllum eðlilegt að konur hugsi töluvert um fatnað og útlit en karlmenn ekki. Staðreyndin er sú að það skiptir karl- mennina alveg jafn miklu máli að líta vel út en þeir leyfa sér því miður ekki alltaf að sýna hversu áhugasamir þeir eru um þessi mál. Það hefur þó breyst töluvert undanfarin ár. Eftir því sem lögð er meiri áhersla á ímynd fyrirtækja því mikilvægara er Klæðnaður herramannsins á efri myndinni er svolítið ýktur. Anna segist þó oft sjá mistökin sem koma þarna fram. Fullkomið ósamræmi er á milli jakka, skyrtu, buxna, bindis og klúts. Röndótt skyrta ætti aldrei að vera undir köflóttum jakka. Buxurnar eru of grófar og of síðar. Jakkinn er of þröngur og bindið of munstrað. Bindi ætti aldrei að vera svo stutt að það bendi á magann. Allra síst ef maginn er farinn að fylla út í skyrtuna. Á neðri myndinni er hann kominn með klassískt yfirbragð. Litir viðskiptanna eru gráir og navy-bláir. Hann er öruggur, traustvekjandi og veit hvað hann er að gera. Klæðnaður herramannsins er frá Herrahúsinu Adam á Laugavegi. Gleraugun eru frá Linsunni í Aðalstræti. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.