Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 56

Frjáls verslun - 01.03.1991, Side 56
VIÐTAL BRAGIHANNESSON, FORSTJÓRIIÐNLÁNASJÓDS: SJÓÐUNUM MUN FÆKKA BRAGISEGIR AÐ STÆRRIFJÁRFESTINGARLÁNASJÓÐIR MUNITAKA HINA SMÆRRIYFIR OG SÚ PRÓUN SÉ HAFIN. HANN TELUR FRÁLEITT AÐ SAMEINA ALLA SJÓÐINA, ENDA SÉU ÞEIR GJÖRÓLÍKIR AD EÐLI. SEGUR TEKIST SÉ Á UM EIGNARHALD ÁIÐNLÁNASIÓÐIÞAR SEMIÐNAÐURINN í LANDINU MUN EKKI GEFA SIH EFTIR. BRAGIUNDRAST ÓMARKVISSA GAGNRÝNIOG VÍSAR HENNI Á BUG. HANN TELUR AÐ FAGLEG OG BANKALEG VINNUBRÖGÐ SÉU í HEIÐRI HÖFÐ HJÁIÐNLÁNASJÓÐI Sameining fjárfestingarlána- sjóða hefur verið mjög til um- ræðu á undanförnum mánuðum í kjölfar mikilla breytinga sem orðið hafa á íslenskum fjár- magnsmarkaði. Boðuð hefur verið sú stefna að sameina skuli hina ýmsu fjárfestingarlána- sjóði atvinnuveganna og kemur sú stefna fram í áliti nefndar sem starfað hefur á vegum For- sætisráðuneytisins. Einnig hef- ur verið kynnt frumvarp til laga sem Viðskiptaráðuneytið hefur látið semja um það að breyta skuli fjárfestingarlánasjóðun- um í hlutafélög og að þeim verði settar almennar starfsreglur. Sjóðir þessir eru afar mismunandi hvað varðar stöðu, starfssvið, eðli, rekstur og vinnubrögð. Þeir spanna alveg frá því að vera styrktar- og hjálparsjóðir hins opinbera og yfir í að vera öflugir og traustir fjárfestingar- lánasjóðir atvinnulífsins sem reknir TEXTI: HELGI MAGNÚSSON MYNDIR: GRÍMUR BJARNASON 56 eru á faglegum og viðskiptalegum grundvelli. Enda eru viðbrögð forsvarsmanna atvinnulífsins við hugmyndum um að blanda þessum sjóðum öllum saman, hörð og afgerandi eins og kom fram í ræðu Víglundar Þorsteinssonar, fyrr- verandi formanns Félags íslenskra iðnrekenda, á ársþingi félagsins um miðjan mars. Hann sagði m.a.: „Ef ég vík fyrst að nefndaráliti því, sem unnið var á vegum Forsætis- ráðuneytisins, er afstaða iðnaðarins einföld og skýr. Við viljum ekkert hafa með það að gera að hræra sjóð- um iðnaðarins saman við Fram- kvæmdasjóð, Byggðasjóð, Stofnlána- deild landbúnaðarins og aðra þá sjóði sem eru ekki eiginlegir fjárfestingar- lánasjóðir og sem starfa ekki á við- skiptalegum grunni nema að tak- mörkuðu leyti. Þeir fjárfestingarlánasjóðir hér á landi, sem eingöngu starfa á við- skiptalegum grunni og einhverju máli

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.