Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 57

Frjáls verslun - 01.03.1991, Síða 57
Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, er 58 ára lögfræðingur. Hann var framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna á árunum 1958-1963 og jafnframt framkvæmdastjóri Meistarasambands byggingarmanna árin 1961-1963. Hann varð bankastjóri Iðnaðarbanka íslands árið 1963 og gegndi því starfi þar til bankinn hvarf inn í íslandsbanka í ársbyrjun 1990. Síðustu 5 árin þar á undan hafði Bragi umsjón með rekstri Iðnlánasjóðs, fyrir hönd bankastjórnar Iðnaðarbankans, en tók við forstjórastarfi Iðnlánasjóðs í ársbyrjun 1990. skipta, eru ekki nema þrír. Þ.e. Fisk- veiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðn- þróunarsjóður. Það er okkar skoðun að best sé að þeir fái að halda því áfram í friði.“ í ræðu sinni sagði Víglundur að iðn- rekendur væru hins vegar tilbúnir til samstarfs um að breyta fjárfestingar- lánasjóðum atvinnuveganna í hlutafé- lög og að þeim yrðu settar almennar starfsreglur, þó þannig að eignarrétt- ur iðnfyrirtækja, sem greitt hafa skyldusparnað iðnfyrirtækja og iðn- aðarmanna í formi iðnlánasjóðsgjalds til Iðnlánasjóðs, verði viðurkenndur, en meira en 70% af núverandi eigin fé Iðnlánasjóðs er tilkomið vegna iðn- lánajóðsgjaldsins og innan við 30% vegna framlaga frá ríkissjóði. Það vekur athygli hversu ómark- viss umræðan um hugsanlega upp- stokkun sjóðakerfisins hefur verið. Þannig gagnrýndi Viðskiptaþing Verslunarráðsins, sem haldið var í febrúar sl., fjárfestingarlánasjóðina harðlega og mjög almennt og alveg án þess að gera greinarmun á styrktar- og gjafasjóðum ríkisins og hinum raunverulegu fjárfestingarlánasjóð- um atvinnuveganna. Bragi Hannesson er forstjóri Iðn- „Fjárfestingarlánasjóðirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þetta tekur til stærðar þeirra og styrkleika, skipulags og starfshátta.“ lánasjóðs. Frjálsri verslun lék forvitni á að heyra afstöðu hans til þeirrar gagnrýni sem t.d. kom fram á Við- skiptaþinginu. Auk þess veitti hann okkur ýmsar almennar upplýsingar um sjóðinn. Á Viðskiptaþingi Verslunarráðs- ins, sem haldið var í febrúar, kom fram hörð gagnrýni á starfsemi fjár- festingarlánasjóða. Gagnrýnin kom fram í nefnd sem fjallaði um fjár- magnsmarkaðinn, en í nefndinni áttu sæti ýmsir forráðamenn banka, fjár- festingarfyrirtækja og annarra fyrir- tækja hér á landi. I samantekt þeirra segir m.a.: „Opinberir fjárfestingarlánasjóðir hafa iðulega veitt lán í miður skyn- samlegar fjárfestingar. Þannig hafa þeir stuðlað að ógnvænlegri gjald- þrotum en ella og valdið þannig óskyldum aðilum, oft einstaklingum, þungum búsifjum. Þá hafa þeir grafið undan viðskiptasiðferði með því að lána eftir pólitískum eða persónuleg- 57

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.