Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 39
þar með öll ferðalög til og frá vinnu.
Þegar við bætist að fjarskiptatækni
mun halda áfram að stóreflast verður
vinnan á skrifstofunni heima enn auð-
veldari.
En hvernig á stjórnandi í fyrirtæki
að geta fylgst með því hvort starfs-
maður, sem fær frelsi til að vinna
heima hjá sér, sé að vinna? Við þessar
aðstæður verður að ýta gömlu gildun-
um við stjórnun í burtu. Ekki dugir að
meta árangur manna út frá gömlu
gildunum; eins og hvemig þeir mæta,
eru klæddir og svo framvegis. Það
þarf að meta starfsmenn á annan hátt
- og þá auðvitað fyrst og fremst út frá
því sem þeir skila. Það eru ekki mæt-
ingarnar sem gilda heldur verkin;
árangurinn af starfmu.
í raun verður að skipta mönnum í
viðskiptalífinu, sem vinna á skrifstof-
unni heima hjá sér, í tvo flokka. Þá,
sem vinna hjá fyrirtæki og hafa full-
komna skrifstofu þar, og hina, eins og
einyrkja, sem starfa sjálfstætt og hafa
beinan fjárhagslegan hag af því að
nýta fjárfestinguna í eigin húsnæði
fyrir starfsemi sína og flytja því skrif-
stofuna inn á heimili sitt.
En er eitthvert vit í því að færa
skrifstofuna heim? Já, segja þeir sem
það hafa gert. En þeir viðurkenna líka
að því fylgi vissir ókostir.
KOSTIR VIÐ SKRIFSTOFU HEIMA
í lauslegri könnun Frjálsrar versl-
unar voru þessir kostir oftast nefndir
til stuðnings því að starfa á skrifstofu
heima:
A. Bensínsparnaður. Stutt að fara í
vinnuna.
B. Gefst kostur á að sameina vinnu
og heimilisk'f.
C. Minni þörf á dýrum skrifstofu-
fötum. Heimadugirjogging-gallinnog
gallabuxurnar.
D. Meiri friður heima, sérstaklega
ef börnin eru flogin úr hreiðrinu.
Hægt að sökkva sér dýpra ofan í ein-
stök mál í friði.
E. Sparnaður á leigu skrifstofuhús-
næðis úti í bæ. Þetta á við um sér-
fræðinga og einyrkja.
F. Auðvelt að koma á símafundum
við vinnustaðinn og vinnufélagana
þegar þess gerist þörf.
G. Þægilegra að sinna kvöldvinn-
unni heima en að sitja einn við vinnu á
SIEMENS
Alltaf-allsstaðar
með Siemens
Það er engin tilviljun að Borgarspítalinn,
Landsvirkjun, ÍSAL, Vegagerð ríkisins, LÍN, Hreyfill,
Mjólkursamsalan, AmmaLú, ýmsar lögmannsstofur,
stofnanir og fyrirtæki treysta á
Siemens símabúnað í rekstri sínum.
Hicom 100 eru simstöSvarnar og
símkerjin jrá Siemens. Glœsileg, traust og
örugg kerji setn sinna þöijiim stórra sem
smárra fyrirtækja. VerS jjrá kr. 42.000,-
miniset 300 símarnir eru nettir, sterkir
ogpassa alls staSar. Sérlega mikil talgœSi.
Vinstelir símar. VerSjrákr. 5400,-
Siemens S3
er GSMfarsíminn.
Hann er nettur, léttur
og alltaf tiltœkur.
Ymis aukabúnaður
fáanlegur.
Vandað tœki á góðu verði.
euroset 800 eru hin jullkomnu símtteki.
Þýsk völundarsmíð eins og hún gerist best.
Ýmsar stterðir oggerSir.
Verð frá kr. 5600.-
Siemens framleiðir einfaldlega afburða tæki og sé horft
á þjónustu- og rekstrarkostnað eru þau sérlega
hagkvæmur kostur fyrir allar stærðir fyrirtækja.
Viljirðu
endingu og gæði
velurðu Siemens
SMITH &
NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
39