Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 61
FOLK ÓSKAR ÞÓRÐARSON, SKAGSTRENDINGIHF. Óskar Þórðarson hefur unnið við útgerð og fiskvinnslu frá blautu bamsbeini, fyrst heima á Akranesi og hjá Skagstrendingi síðan 1991. „Rekstur Skagstrendings hf. gekk ekki nógu vel árið 1994, þó að tapið verði mun minna en árið á undan. Það ár höfðu miklar afskriftir og gengistap áhrif á afkomuna en við afskrifuðum kvóta fyrir tæplega 100 milljónir á sl. ári. Fjármunamyndun í rekstri félagsins hefur lengst af verið góð en var þó ekki viðunandi árið 1994. Miklar þárfestingar í skipi og kvóta, sérstaklega á ár- unum 1990 til 1992, hafa reynst félaginu þungur baggi á tímum kvótaniður- skurðar og aflasamdráttar. Markmið okkar er að reka fyrirtækið með hagnaði á þessu ári,“ segir Óskar Þórðarson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. Óskar er 35 ára og varð stúdent frá M.R. 1979. Hann fór síðan í viðskipta- fræði í H.í. og lauk prófi af endurskoðunarsviði 1985. „Ég hef unnið við útgerð og fiskvinnslu frá blautu barnsbeini en faðir minn, Þórður Óskarsson, rak út- gerð og fiskverkun á Akra- nesi í fjölda ára. Ég vann ýmis störf í fyrirtækjum hans á meðan ég var í skóla og eftir námið í Háskólan- um. Þá tók ég við rekstri fyrirtækis sem hét ísblik og flutti út ferskan og saltaðan fisk. 1983 stofnaði ég, ásamt skólabróður mínum, Bókhaldsþjónustuna s.f. á Akranesi og vann þar í auka- vinnu næstu árin. 1991 tók ég við bókhaldi og fjármálastjóm hjá Skag- strendingi hf. og um sl. ára- mót varð ég framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og sé áfram um fjármálastjórnina. Einnig var ráðinn útgerðar- stjóri sem hefur yfirumsjón TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR með framleiðslumálum," segir Óskar. GENGUTIL LIÐSVIÐ S.H. Árið 1982 keypti Skag- strendingur hf. fyrsta frysti- togarann, Örvar, tillandsins og má segja að það skip hafi byggt fyrirtækið upp. Reksturinn gekk mjög vel og var ákveðið að smíða nýj- an og glæsilegan frystitog- ara sem fékk nafnið Arnar. En þegar skipið var tilþúið, í lok árs 1992, hafði átt sér stað mikill niðurskurður á þorskkvóta og tímarnir orðnir erfiðari. „Skagstrendingur hf. veltir um milljarði á ári og byggir nær eingöngu á sjó- frystingu. Við eigum enn gamla Amar, sem er ísfisk- togari og veiddi í Smugunni í fyrra, en nýi Arnar hefur verið á blönduðum veiðum og hefur gengið mjög vel. Stöðugt er unnið að gæðaátaki hjá okkur þar sem við viljum auka verð- mæti framleiðslunnar á hvert kíló. Einnig er í bígerð að vinna aflann meira, m.a. í smærri pakkningar. Helstu markaðir fyrir sjófrystar af- urðir eru í Bretlandi, Asíu, þ.e. Japan og Taiwan, og Bandaríkjunum. Við höfum séð sjálfir um afurðasöluna en 1. janúar sl. gengum við til samstarfs við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og væntum góðs af því sam- starfi, m.a. hvað varðar vöruþróun," sagði Óskar. HEIMAKÆR FJÖLSKYLDUMAÐUR Eiginkona Óskars er Rósa Jónsdóttir og eiga þau þrjá syni - 9 ára, 5 ára og 1 árs. „Vinnutími minn er lang- ur og hjá mér fer áhugamálið saman við starfið. Að lokinni vinnu verð ég yfirleitt heimakær fjölskyldumað- ur,“ segir Óskar um líf sitt fyrir utan vinnuna. „Ég hef áhuga á íþróttum, lék fót- bolta á yngri árum og spilaði bridds. Nú stunda ég lík- amsrækt, einu sinni tO tvisvar í viku, í æfingaað- stöðu sem er hér í skólan- um, fyrir utan þá ágætu æf- ingu sem maður fær við snjómokstur við heimili sitt, en hér hefur verið sérlega snjóþungt í vetur. Við höf- um gaman af ferðalögum, bæði utanlands og innan, og skreppum oft suður þar sem fjölskylda okkar beggja býr,“ segir Óskar. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.