Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 20
FORSIÐUGREIN og seldust hlutabréf fyrir 50 milljónir að nafnvirði, á genginu 1,6, á aðeins einum og hálfum degi. Fyrir útboðið höfðu Olís-menn gert ráð fyrir að það tæki um tvo mánuði að selja bréfin. FYRST FÉLAGA TIL SKRÁNINGAR Á VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS Oh's og Landsbréf nýttu sér strax þennan byr og komu með annan hluta útboðsins aðeins viku síðar, miðvikudaginn 27. júní. Sagan endurtók sig hressi- lega. Bréfin fóru á aðeins einum og hálfum degi þrátt fyrir að sölugengið hefði verið hækkað í 1,7 stig. í þessum tveimur út- boðum fjölgaði hluthöfum í Olís úr 31 í um 400 talsins. Salan á síðasta áfanga útboðsins, 57 milljónunum, gekk einnig afar vel. Olís var greinilega orðið vinsælt hjá fjárfestum. Því hefði enginn trúað aðeins einu ári áður. Þess má geta að nokkrum mán- uðum síðar, 1. október 1990, sam- þykkti Verðbréfaþing íslands að skrá bréf Olís og Fjárfestingafélags ís- lands. Þar með var Olís skyndilega orðið annað tveggja félaga sem fyrst voru skráð á þinginu. Það var heiður fyrir félagið. Fyrir 157 milljóna króna hlutafjár- útboð Olís voru stærstu hluthafarnir þessir: 1. Sund hf. .... 325,0 mkr. ( 63,8%) 2. Texaco. 153,0 mkr. ( 30,0%) 3. Helga Ingim. 7,9 mkr. ( 1,5%) 4. Aðrir ....... 24,4 mkr. ( 4,7%) Samtals... 510,3 mkr. (100,0%) Eftir þetta 157 milljóna króna hluta- fjárútboð Oh's, að nafnvirði, fór heild- Afkoman árin 1987 til 1994 Afkoman hjá Olís hefur verið góð undanfarin ár. arhlutaféð í um 667 milljónir króna. Litlar breytingar hafa orðið á því síð- an. Síðustu tvö árin hefur hlutaféð staðið fast í 670 milljónum að nafn- virði. Félagið hefur ekki gefið út jöfn- unarhlutabréf heldur lagt áherslu á að greiða út arð. Ef þau Gunnþórunn og Óli hefðu selt hlut sinn, 325 milljónir króna, á þessum tíma á genginu 1,7 hefðu þau fengið að minnsta kosti um 550 milljónir í vasann. Launin fyrir að bjarga fyrirtækinu út úr vandræðun- um voru því rífleg. Hvorki fyrirtæki þeirra Gunnþór- unnar og Óla, Sund hf., né Texaco í Danmörku, keyptu bréf í fyrrnefndu 157 milljóna útboði. Við það lækkaði hlutur þeirra í félaginu. Hlutur Sunds fór niður í um 49% og Texaco niður í um 25,4%. Sund hf. seldi síðar um 23 milljónir að nafnvirði og við það fór hlutur félagsins í Olís niður í 301,5 milljónir. GUNNÞÓRUNN SELDIÁ RÍFLEGA ÞREFÖLDU GENGI Það var svo þetta 301,5 mill- jóna króna hlutafé, 45,5% eign- arhluti í Olís, sem Sund seldi á dögunum til Olíufélagsins og Texaco fyrir rúman 1 milljarð króna. Það skiptist þannig að Olíufélagið keypti 35% hlut og Texaco 10%. Þess má geta að eftir andlát Kr. Sigurðssonar, í júlí 1992, eignaðist Gunnþórunn ekki Sund hf. að fullu. Synir Óla af fyrra hjónabandi, Janus og Sigurður Óli, erfðu hluta í fyrirtækinu. Aður en Gunnþórunn seldi hlut Sunds í Oh's á dögunum hafði hún keypt hlut bræðranna. Um þau mál hefur staðið nokkur styr, sem ekki verður vikið að frekar í þessari fréttaskýringu, enda búið að fjalla um það mál talsvert í öðrum fjölmiðlum. Óla 10 þekktustu konurnar í viöskiptalífinu RAKEL VILBORG k\ dz m vmJf \ i B í - aSB Wf/ H 17 ^ mH M - v & *M 14 mMl \| u , Wjíji, -• ♦ vjgsi m' P w JL' - J| Vk~'Æ m |p®' k « 1'/ M Gunnþórunn hefur verið áberandi í viðskiptalífinu eftir að Óli heitinn lést sviplega 9. júlí 1992. I nóvember síðastliðnum valdi Frjáls verslun hana sem eina af tíu þekktustu konum viðskiptalífsins. FYRSTA FYRIRTÆKIÓLA 0G GUNNÞÓRUNNAR VAR MÓAR HF. Fyrr var minnst á það að Gunnþórunn hafi hald- ið sig baksviðs í rekstri Sunds hf. en Óli verið í eldlínunni. Þau hafa engu að síður staðið þétt sam- an í fyrirtækjarekstri frá því þau hófu sambúð um áramótin 1973 og 1974. Fljótlega fóru þau að stunda innflutning og hét fyrsta fyrirtækið þeirra Móar sf. Það flutti inn sloppa. Síðar stofnuðu þau Sænsk-fslenska verslunarfélagið og fluttu 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.