Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 40
VINNUSTAÐURINN skrifstofu úti í bæ að kvöldi til og jafnvel fram eftir nóttu. H. Fax og tölva heima gera kleift að vera að kvöldi í sambandi við við- skiptavini í Bandaríkjunum en þar er þá enn dagur og viðskiptalífið í fullum gangi. I. Aukin tölvu- og faxvæðing gerir kleift að senda gögn alla daga vikunn- ar, hvenær sólarhrings sem er. J. Hægt að nota dauðan tíma að kvöldi í vinnu ef hugmyndir kvikna skyndilega. K. Hægt að vera heima við í vinnu komi upp veikindi á heimilinu. Annars þyrfti viðkom- andi að biðja atvinnu- rekandann um frí. GflLLAR VIÐ SKRIFSTOFU HEIMfl En víkjum þá að ókostunum sem menn sáu við að vera með skrifstofu sína heima og vinna þar: A. Aukin hætta á vinnusýki og þreytu. Vinna og fjölskyldulíf rennur saman í eitt. Slíkt gengur ekki til lengdar. B. Truflun að kvöldi og um helgar vegna gestagangs og sjónvarps. Erfiðara að afmarka vinnuna og fjölskyldulífið. Einnig slæmt að hafa heimilið sem vinnuumhverfi. C. Einamanakennd. Farið á mis við félagsskap. Vinnustaður er ekki bara vinnustaður heldur heldur líka sam- astaður vina og kunningja sem ná ár- angri með hópvinnu. A skrifstofu heima þurfa menn að vera sjálfum sér nógir. D. Minni sköpunar- og hugmynda- auðgi. Samskipti vinnufélaga eru oft uppspretta nýrra hugmynda. E. Að skipulagið fari úr böndum vegna ónógs sjálfsaga. Það er tákn um ákveðinn aga að þurfa að mæta á ákveðnum tíma til vinnu að morgni úti í bæ. Þess vegna verða þeir, sem vinna heima, að brjóta upp mynstrið og skipuleggja sig einkar vel. Þetta mat okkar á kostum og göll- um þess að vera með vinnuna heima hjá sér er fremur lauslegt og byggist á samtölum við nokkra stjórnendur í at- vinnulífinu. Engu að síður er það reyndin, bæði hér á íslandi og erlend- is, að fólk í viðskiptalífinu vinnur í auknum mæli á skrifstofunni heima. Líklegast eru listamenn, eins og rithöfundar, skáld og málarar, sú stétt sem hefur hvað lengst verið með vinnuna heima hjá sér og komið sér upp góðri vinnuaðstöðu heima. Engu að síður var nýkrýndur verð- launarithöfundur, Einar Már Guð- Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri og blaðaútgefandi, er ein þeirra sem sagði upp skrifstofuhúsnæði úti í bæ og flutti skrifstof- una heim - og líkar það vel. Hún á uppkomin börn sem flest eru flutt að heiman og fyrir vikið er mikið næði til að vinna heima. mundsson, spurður sérstaklega um það í viðtali hvemig það kæmi heim og saman að skrifa heima hjá sér og sinna barnauppeldi í leiðinni. Hann taldi bamauppeldið afar ánægjulega truflun frá ritstörfunum. STJORNAÐ AÐ HEIMAN Þótt skrifstofa heima sé sífellt al- gengari hjá fólki í viðskiptalífinu er mjög misjafnt hvað stjómendur eiga auðvelt með að stjórna að heiman. Þannig er ljóst að skrifstofa hins dæmigerða, daglega stjórnanda á vinnustað getur vart verið annars staðar en í fyrirtækjunum. Þeir geta hins vegar unnið heima hjá sér dag og dag, sérstaklega ef þeir þurfa að sökkva sér í ákveðin verkefni og þarfnast friðar frá fundum og símtöl- um - og nóta bene; hafi þeir næði heima. Margir stjórnendur líta einnig á fullkomnu heimaskrifstofuna sem hálfgert öryggistæki. Þeir vilja eiga kost á að fá faxbréf heim til sín að kvöldi, til dæmis frá útlöndum. Skrifstofa - og fullkomin vinnuað- staða heima - hlýtur að henta best í þeim tilvikum viðskiptalífsins þar sem stór hluti starfsins felst í að „vinna við tölvu og tala í síma“. í þessu sam- bandi má nefna störf sérfræðinga og sölumanna. Auðvelt er að selja, gera pantanir, ganga frá samningum og þess háttar í tölvu og með aðstoð síma og fjarskiptabúnað- ar. í stuttu máli er þuma- lputtareglan sú að því minna sem starfið felst í að sinna viðskiptum „augliti til auglitis“ því meiri möguleikar eru á að sinna starfinu á skrif- stofu heima hjá sér. Þannig er auðvelt að beintengja símakerfi fyrirtækis við vinnusíma starfsmanna í heimahús- um. Skiptiborðið í fyrir- tækinu gefur þá samband í heimahúsið í stað skrif- stofunnar á vinnustað- num. Símtæknin er orðin stórkostleg. Og við- skiptavinurinn verður ekki var við neitt. Hann heldur að verið sé að gefa línuna inn í næsta herbergi á skrifstofunni. HREYFANLEIKIVINNUAFLS Hreyfanleiki vinnuafls er eitt af því sem kemur inn í umræðuna um sér- staka skrifstofu heima. Fjarskipta- tæknin eykur hreyfanleikann. Því meiri sem hreyfanleikinn er þeim mun minna verður atvinnuleysið. Dæmi: íbúi í Hveragerði, sem verður skyndilega atvinnulaus, getur hugs- anlega orðið sér fljótt úti um vinnu í Reykjavík án þess að flytja til höfuð- borgarinnar ef vinnan felst að mestu í að „vinna við tölvu og tala í síma“. Staðurinn þar sem verkið er fram- kvæmt skiptir þá ekki öllu máli. Við þetta má bæta að einstaklingur getur hugsanlega fengið starf hjá fyrirtæki vegna þess að hann er með skrifstofu heima hjá sér og fullkominn ljarskiptabúnað. Hugsum okkur ein- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.