Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 56

Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 56
VIÐSKIPTI Orrusta tíunda áratugarins snýst umþjónustu og aftur þjónustu: MIKILL KOSTNAÐUR VIÐ TAPAÐAN VIÐSKIPTAVIN / Utskýnngar Dr. Pauls R. Timm á geigvænlegum kostnaði við að gera viðskiþtavin óánægðan og taþa honum Fyrirlestrar Dr. Pauls R. Timm hér á landi um mikilvægi þjónustu í fyrirtækjum vöktu mikla at- hygli, ekki síst dæmið um kostnaðinn við að missa sáróánægðan viðskiptavin. sem hefur átt viðskipti við Kjörval í mörg ár en hefur ákveðið að hætta þeim. Þótt hún hafi verið fastur við- skiptavinur í mörg ár hefur henni aldrei fundist að viðskipti hennar væru metin að verðleikum. VERTU SÆL, FRÚ FJÓLA Þar fer frú Fjóla. Hún var að koma HINN GEIGVÆNLEGI KOSTNAÐUR VIÐ TAPAÐAN VIÐSKIPTAVIN „Flestir gera sér ekki grein fyrir hinum raunverulega kostnaði við að tapa viðskipta- vini. Þegar óánægður við- skiptavinur ákveður að hætta viðskiptum við okkur hefur það meiri kostnað í för með sér en við gerum okkur grein fyrir. Til að fá skýra mynd af hin- um raunverulega kostnaði skulum við taka viðskiptasvið sem við þekkjum öll; stórmar- kað. Hér er saga um frú Fjólu úr Kjörvali og er öskureið. Hún hefur verslað þarna í áraraðir og starfsmað- ur í ávaxtadeildinni taldi af og frá að hann gæti útbúið minni pakkningu af eplum fyrir hana. í mjólkurkælinum var engin Fjörmjólk til. Og svo heimt- aði kassastúlkan tvenns konar skilríki af henni með ávísuninni. Hvað halda þau eiginlega að hún sé, ótíndur glæpamaður? En verst af öllu er sú upp- götvun að starfsmönnum Kjörvals virðist standa full- komlega á sama hvort hún verslar þar eður ei. Hún eyðir um 5 þúsund krónum þar í hverri viku, krónum sem hún þrælar fyrir, en í augum starfs- mannanna er hún bara enn ein kýr til að mjólka án þess að segja svo lítið sem „takk fyrir“. Öllum virðist standa á sama hvort hún sé ánægður viðskiptavinur eða ekki. En í dag verður breyting á. Frú Fjóla hefur ákveðið að snúa viðskiptum sínum annað. Kannski, bara kannski, finnst verslun þar sem menn kunna að meta viðskipti hennar. HVAÐ FINNST STARFS- MÖNNUNUM UM ÞAÐ? Þeir hafa ekki áhyggjur af þessu. Kjörval er nokkuð stór verslanakeðja og þarf ekki á frú Fjólu að halda. Þar að auki r. Paul R. Timm var gestafyr- irlesari hjá Stjórnunarfélagi ís- lands í mars síðastliðnum. Hann hélt tvo fyrirlestra hér á landi, annan á Akureyri og hinn í Reykjavík. Mikil ánægja var með fyrirlestra hans og vöktu orð hans um geigvænlegan kostnað fyrirtækja við að tapa við- skiptavini mikla athygli. I bók sinni 50 áhrifaríkar aðferðir til að auka þjónustugæði og halda í við- skiptavini fjallar hann um þennan kostnað í einum kafla og birtir Frjáls verslun hér hluta úr honum með leyfi Is- lensku hugmyndasamsteyp- unnar sem gaf bókina út á ís- lensku og dreifði henni á áður- nefndum fyrirlestrum hans: 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.