Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 32

Frjáls verslun - 01.03.1995, Síða 32
BÆKUR Bókin The Warren Buffett Way: FJÁRFESTIR ALDARINNAR Hjá Warren Buffett urðu 7þúsund krónur að 500 milljörðum á 40 árum. í þessari bók er leyndarmálið að velgengninni gert oþinbert Heiti bókar: The Warren Buffett Way Höfundur: RobertG. Hagstromjr. Útgefandi og ár: John Wiley & Sons — 1994 Lengd bókar: 274 bls. Hvar fengin: Erlendis Einkunn: Einstök lesning, skemmtileg og fróðleg um snjall- asta og ríkasta íjárfesti veraldar VIÐFANGSEFNIÐ Warren Buffett er mesta goðsögn fjármálaheimsins. Hann er aðaleig- andi eignarhaldsfélagsins Berkshire Hathaway, sem metið er á tæplega 20 milljarða dala, eða um 1300-1400 milljarða íslenskra króna. Haustið 1993 birti Forbes viðskiptablaðið lista yfir ríkustu menn Bandaríkjanna. Samtals voru 69 einstaklingar og fjöl- skyldur á listanum yfir þá sem eiga meira en 1 milljarð dala. Efsta nafn á listanum var Warren Buffett, með hreina eign metna á 8.3 milljarða dali (rúmlega 500 milljarða íslenskra króna). Hann var eini maðurinn á list- anum, sem hafði eingöngu auðgast á hlutabréfum, en þar fjárfesti hann 100 dali árið 1956 og það sem síðan fylgdi er sagan sem hér er sögð. HVER ER MAÐURINN? Warren Edward Buffett fædd- ist 30. ágúst 1930 í Omaha í Nebraskafylki. Eftir nám við há- skólann í Nebraska fór hann í framhaldsnám til New York við hinn þekkta skóla Columbia Graduate Business School, þar sem hann lauk Master-prófi í hagfræði. Business Week kallar hann: „Frægasti fjárfestinn" og viðskipta- blaðið Forbes: „Hann er ríkasti mað- ur í Ameríku og fjárfestingaséni af þeirri gráðu sem heimurinn fær sjald- an séð“. Aðrar lýsingar sem gefnar eru á manninum eru allar á sama vegi að hann sé ótrúlega greindur og jarð- bundinn. Hann byggir fjárfestinga- stefau sína á einföldum hlutum og skiljanlegum, sem flækja ekki málin. Hann er vel heima í öllum möguleik- um sem fyrirfmnast á verðbréfamark- aðnum, en lætur tölvur og tölvugeir- ann alveg eiga sig af fyrmefadum ástæðum. Hann greiðir sjálfum sér aðeins $100.000 í árslaun og er lægst launaði forstjóri á listanum yfir 500 aðalforstjóra Bandaríkjanna skv. við- skiptablaðins Fortune. Hann þarf ekki hærri laun þar sem hann á mikið af hlutabréfum í fyrirtækjum, sem gefa honum arðgreiðslur. „Gullkálf- urinn“ Berkshire Hathaway greiðir þó aldrei út arð. Hann er eini billjóna- mæringur Bandaríkjanna sem gerir skattaskýrsluna sína sjálfur!!! HRÖÐ ÞRÓUN Að loknu námi fór hann að vinna við fjárfestingar og þegar hann var 25 ára, árið 1956, stofaaði hann ásamt nokkrum öðrum fjárfestingarfélag sem hann veitti forstöðu. Á næstu 13 árum tókst honum sem stjórnanda að ná þeim frábæra árangri að ávaxta fé með 29.5% ársvöxtum. Orðspor hans fór víða og umsvif fyrirtækisins óx hratt. Árið 1969 var auður hans metinn á 25 milljónir dala. Hann hafði frá árinu 1962 keypt reglulega hluta- bréf í fyrirtækinu Berkshire Hath- away og fór að stjóma þar 1965, en hafði árið 1969 náð fallum yfirráðum þar. Þá var búið að breyta fyrirtækinu í öflugt trygginga- og fjárfestingafé- lag. í dag er fyrirtækið fyrst og fremst eignarhaldsfélag, sem á fjöl- mörg fyrirtæki ólík að öllu leyti og hluta í nokkrum öðmm. Þegar hann tók við stjórninni í fyrirtækinu, árið 1965, var eigið fé þess metið á $ 22 milljónir og hann setti sér það mark að auka arðsemi þess um 15% á ári. Reynslan sýn- ir, tæpum 30 árum síðar, að árleg arðsemi hefur verið um 23%. Bók- fært gengi (innra virði) hvers hlut- ar í fyrirtækinu var $ 19 árið 1965 en árið 1994 var það $ 8.854!!!! HÖFUNDURINN Robert G. Hagstrom starfar hjá Jón Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Lýsingar og stunda- kennari við Háskóla íslands, skrifar reglulega um viðskiptabækur í Frjálsa verslun. 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.