Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 59
ERLEND VEITINGAHUS Pnrh' AU PIED DE COCHON opið allan sólarhringinn í París, borginni glaðværu við Signu, eru í það minnsta 10.000 veit- ingastaðir. Allir, meira að segja hinir kræsnustu sælkerar, ættu því að fmna eitthvað við sitt hæfi. Margir fróðir menn hafa velt fyrir sér hvað það sé sem gerir París svo spennandi og heillandi. Eru það leikhúsin, söfn- in, veitingahúsin, kaffihúsin eða fólk- ið? Sennilega er það allt þetta sem gerir borgina svo einstaka. Líklegast er það þó lífsmáti fólksins sem hefur hvað mest að segja í þessum efnum. Parísarþúamir hitta hver annan á kaffihúsunum. Kaffihúsið er annað heimili þeirra. Svo eru það veitinga- húsin sem eru helstu menningar- stofnanir borgarinnar. Þar hittist fólk og heldur upp á afmæli sitt, leysir vandamál sín, þar hafa verið myndað- ar margar ríkisstjórnir og gerðir ótal viðskiptasamningar. í stuttu máli má segja að veitingahúsin í París gegni margháttuðu hlutverki, þó að flestall- ir fari þangað til að snæða góðan mat. Þótt ekki séu allir veitingastaðir Par- ísar fyrsta flokks eru þeir þó óvenju margir sem eru góðir. Eins og áður sagði ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, bæði varðandi verð og mat. Það skiptir engu máli hvað klukkan er, það er örugglega einhvers stað- ar opið. Veitingahúsið AU PIED DE COCHON eða „Grísafóturinn“ er t.d. opinn allan sólar- hringinn. Þetta sérstaka veitingahús er á þeim stað þar sem gamli kjötmarkaðurinn var. í kringum hann voru margir litlir veitingastað- ir sem allir opnuðu snemma á morgnanna eða kl. 5. Næturhrafnar Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um þekkta erlenda business- veitingastaði í Frjálsa verslun. gjarnan þangað á morgnanna og fengu sér vínglas og lauksúpu áður en þeir fóru heim. Nú er búið að flytja kjötm- arkaðinn út í úthverfi, en ennþá venja nátthrafnar borgarinnar komur sínar á þessar slóðir. AU PIED DE COCHON er vandaður veitingastað- ur, þjónustan er frábær og matseðill- inn er haganlega samansettur. Eins og gefur að skilja eru á honum klass- ískir franskir réttir og þá aðallega kjötréttir, t.d. mætti nefna ofnsteikt- an grísafót fylltan með gæsalifur. En fyrir þá sem ekki líst á grísafótinn mætti benda á glóðarsteikta nauta- steik með bearnaisesósu. Ekki má gleyma lauksúpunni frægu sem varð upprunalega til á þessum stað. Þá er mikið og gott úrval af skelfiski á boð- stólum; ostrur og humar og ýmislegt annað gott. Verðlag á AU PIED DE COCHON er í meðallagi og raunar frekar hagstætt ef miðað er við gæði þjónustu og matar. Allt þjónustufólkið talar ágæta ensku. Fyrri hluta kvölds er stór hluti gestanna erlendir ferða- menn. Þegar líða tekur á kvöldið eru flestir gestanna franskir. Upp úr mið- nætti fyllist svo staðurinn af glaðværu fólki sem er að koma úr leikhúsunum. Þegar svo líða tekur á nóttina og það er um það bil að fara að birta koma þeir sem hafa verið að skemmta sér og eru kannski ekki alveg tilbúnir að fara heim. Á einu borði er bandarísk- ur ferðamaður sem er nýkominn til Parísar og er staðráðinn í því að missa af engu. Það er svo sannarlega gaman að eyða stund á AU PIED DE COCHON hvenær sólarhringsins sem það nú er. Matur og þjónusta er með ágætum og mannlífið fjölskrúð- ugt. AU PIED DE COCHON 6 RUE COCUILLIERE SÍMI 42 36 11 75. Parísarborgar fóru Veitingahúsið AU PIED DE COCHON eða „Grísafóturinn“ er opið allan sólarhringinn. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.