Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 46
HREYFANLEIKIVINNUAFLS Hreyfanleiki vinnuafls er eitt af því sem kemur inn í umræðuna um sérstaka skrifstofu heima. Fjarskiptatæknin eykur hreyfanleikann. Því meiri sem hreyfanleikinn er þeim mun minna verður atvinnuleysið. Dæmi: íbúi í Hveragerði, sem verður skyndilega atvinnulaus, getur hugsanlega fengið fljótt vinnu i Reykjavík án þess að flytja til höfuðborgarinnar ef vinnan felst að mestu í að „vinna við tölvu og tala ísíma“. Staðurinn þar sem verkið er framkvæmt skiptir þá ekki öllu máli. Orð eins viðmælenda okkar um einn af kostum þess að vinna heima voru einmitt að geta blandað saman vinnu og heimilislífi. Jafnframt gefi það möguleika á að vinna heima á launum í hlutastarfi samhliða bama- uppeldi. Hægt sé þá að skipuleggja tímann þannig að ákveðinn hluti dags- ins fari í vinnu; skriftir við tölvu eða sölumennsku í gegnum síma, og hinn hlutinn í uppeldi barnanna. Eða þá að hægt sé að grípa í vinnuna í frístund- um sem myndist heima, nýta eyðurn- ar. Sé það viðvarandi ástand má færa rök fyrir því að togstreita myndist smám saman á milli vinnunnar og fjöl- skyldlífsins. VINNUSTAÐUR ER LÍKA FÉLAGSSKAPUR En vinnustaður í fyrirtækjum úti í bæ er auðvitað meira en bara vinnu- staður. Hann veitir líka félagsskap. Hann er samastaður vina og kunn- ingja sem koma saman á degi hverjum til að ná saman ákveðnum markmið- um fyrirtækisins. Mörgum hentar alls ekki að vinna einir heima heldur þríf- ast fyrst og fremst í félagsskap. Mað- urinn er einu sinni félagsvera. Stund- um heyrist þetta með orðunum „að komast út af heimilinu og vera á með- al fólks“. í öllum mannaflsfrekum fyrirtækj- um, eins og verksmiðjum, verslunum og þjónustufyrirtækjum sem byggja á að starfsmenn séu til staðar, gengur það náttúrlega illa upp að stór hluti starfsmanna vinni heima hjá sér og sé ekki við í fyrirtækinu til að sinna við- skiptavinum. SKRIFSTOFA MORGUNDAGSINS En tímarnir breytast og mennirnir með. í skrifstofu morgundagsins, skrifstofu 21. aldarinnar, mun skrif- stofan í heimahúsinu koma mjög við . sögu. í stjórnun fer mikið fyrir orðun- um upplýsingatækni og fjarskipti. í fjarskiptum hafa orðið byltingar á undanförnum áratugum og þær munu halda áfram. Fjarskiptin eru forsend- an fyrir skrifstofunni heima. mita CC-50 EEZIholl HUSBONDA SINUM MJOG TAKMARKAÐ MAGN VERÐ ÁÐUR 119.520 KR TILBOÐSVERÐ 89.950-%, M50 blaða bakki fyrir A4 blöð. 'Ljósritar 10 síður á mínútu. -Sérstök stilling til að ljósrita ljósmyndir. -Minnkun og stækkun 64% - 156%. -Blaðastærð: Frumrit B4 og minna, afrit A5 og A4. ZEqiW Guttormsson-Fjölval hf. Mörkin 1 • 128 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821 Helstu söluaðilar: REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla - AKUREYRl, Bókval - SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Slraumur. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.