Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 73
 frá Keflavíkurflugvelli að hótelinu í Reykjavík, til dæmis koma við í Bláa lóninu og skoða það. Allt slíkt er snið- ugt. En þó má það ekki vera yfirdrifið þar sem flestir vilja yfirleitt fara sem fyrst upp á hótel og koma sér þar fyrir. Ágætt er að benda á við- vörunarorð eins viðmælenda okkar um að varast að drífa alla gestina ofan í Bláa lónið um hálftíma eftir að þeir eru lentir. Að minnsta kosti er gott að kanna andann í hópn- um áður. Gestir á miðjum aldri eru oft farnir að safna aukakílóum sem þeir vilja frekar klæða af sér en flagga framan í aðra. Þess vegna er gott að bjóða gestum upp á valkosti, gefa þeim kost á að velja á milli þess að fara ofan í lónið eða skoða þetta nýstár- lega svæði. En númer eitt, tvö og þrjú: Taktu á móti gestum þínum á Keflavíkurflugvelli og fylgdu þeirn sömuleiðis út á flugvöll að ferð lokinni. Ekki láta það henda að enginn taki á móti gestum þínum; að þeir þurfi sjálfir að taka rútuna í bæinn; að þeir komi sér sjálfir upp á hótel; og að haft verði fyrst samband við þá á hótelinu. VELDU ÆVINLEGA GOTT HÓTEL Veldu ævinlega góð hótel fyrir gesti þína. Reynslan sýnir að fátt fer eins mikið í taugarnar á erlendum við- skiptavinum og slæm gistiaðstaða. Þeir geta látið slíkt angra sig alla ferð- ina og þá er hætta á að þeir hafi ýmis- legt annað á homum sér á viðskipta- fundunum, eða ráðstefnunni, og árangurinn verði eftir því. Fundar- staðurinn má heldur ekki klikka, sér- staklega ef um stærri fundi eða ráð- stefnur er að ræða. Bjóða þarf upp á fyrsta flokks aðstöðu. Afar mikilvægt er að hafa dagskrá ferðarinnar þaulskipulagða. Það þýðir samt ekki að hver mínúta eigi að vera nýtt. Þveröfugt. Það þarf að vera loft í dagskránni. Gestir þínir verða að fá rými til að anda. Mörgum líkar vel að fá að losna aðeins við gestgjafann í nokkrar klukkustundir síðdegis og vera út af fyrir sig; hvfla sig, skoða bæjarlífið, skokka, fara í gufubað, sund eða hvað annað. En það er ekki nóg að hafa ferðina þaulskipulagða. Það skiptir líka máli að vera í sam- bandi við erlendu viðskipta- vinina meðan á undirbúmngi ferðarinnar stendur. Hvaða upplýsingar sendir gestgjaf- inn til gesta sinna fyrir heim- sóknina? Hversu langt fyrir komuna? Hversu ítarlegar upplýsingar? EKKIUPPLÝSA UM HIÐ ÓVÆNTA í SKOÐUNARFERÐUNUM Ef til stendur að fara í æv- intýraferðir er gott að upp- lýsa alls ekki um hvað eigi að gera en biðja samt gestina um að koma með fatnað til útivistar þar sem farið verði í skoðunarferðir út í náttúruna. Annað er dónaskapur ef óvænt á að bjóða þeim upp á jökul, á vélsleða eða báts- ferð. Ekki koma þeim í opna skjöldu. Hver vill vera á blankskóm, hvítri skyrtu og með bindi uppi á jökli? Áréttað skal að erlendum gestum finnst afar gaman að hinu óvænta í skoðunarferðum. Algengast er að farið sé í tiltölulega stuttar ferðir og Viðskiptavinir, sem ekki hafa áður komið til lands- ins, vilja ólmir fara í ævintýraferðir, eins og að sigla um Breiðafjörð, þeysa um á snjósleða, fara á jökul og svo framvegis. r Urvals Raðsteninonusla -innanlands sem utan Ráðstefnuþjónusta Úrval-Útsýn býður sérhæfða þjónustu við að skipuleggja ráðstefnur á íslandi. Jafnframt skipuleggjum við þátttöku Islendinga á vörusýningar og ráðstefnur erlendis. Helga Lára Guðmundsdóttir veitir allar nánari upplýsingar í ráðstefnudeild okkar. 0 *«jw ÚRVAL-ÚTSÝN Tfyggmg fyrir gœðum ÚrvaÞÚtsýn • Lágmúla 4, 108 Reykjavík • Sími 569 9300 • Fax 568 5033 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.