Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 73
frá Keflavíkurflugvelli að hótelinu í
Reykjavík, til dæmis koma við í Bláa
lóninu og skoða það. Allt slíkt er snið-
ugt. En þó má það ekki vera yfirdrifið
þar sem flestir vilja yfirleitt fara sem
fyrst upp á hótel og koma sér þar
fyrir.
Ágætt er að benda á við-
vörunarorð eins viðmælenda
okkar um að varast að drífa
alla gestina ofan í Bláa lónið
um hálftíma eftir að þeir eru
lentir. Að minnsta kosti er
gott að kanna andann í hópn-
um áður. Gestir á miðjum
aldri eru oft farnir að safna
aukakílóum sem þeir vilja
frekar klæða af sér en flagga
framan í aðra. Þess vegna er
gott að bjóða gestum upp á
valkosti, gefa þeim kost á að
velja á milli þess að fara ofan í
lónið eða skoða þetta nýstár-
lega svæði.
En númer eitt, tvö og
þrjú: Taktu á móti gestum
þínum á Keflavíkurflugvelli
og fylgdu þeirn sömuleiðis út
á flugvöll að ferð lokinni. Ekki láta það
henda að enginn taki á móti gestum
þínum; að þeir þurfi sjálfir að taka
rútuna í bæinn; að þeir komi sér sjálfir
upp á hótel; og að haft verði fyrst
samband við þá á hótelinu.
VELDU ÆVINLEGA GOTT HÓTEL
Veldu ævinlega góð hótel fyrir
gesti þína. Reynslan sýnir að fátt fer
eins mikið í taugarnar á erlendum við-
skiptavinum og slæm gistiaðstaða.
Þeir geta látið slíkt angra sig alla ferð-
ina og þá er hætta á að þeir hafi ýmis-
legt annað á homum sér á viðskipta-
fundunum, eða ráðstefnunni, og
árangurinn verði eftir því. Fundar-
staðurinn má heldur ekki klikka, sér-
staklega ef um stærri fundi eða ráð-
stefnur er að ræða. Bjóða þarf upp á
fyrsta flokks aðstöðu.
Afar mikilvægt er að hafa dagskrá
ferðarinnar þaulskipulagða. Það þýðir
samt ekki að hver mínúta eigi að vera
nýtt. Þveröfugt. Það þarf að vera loft
í dagskránni. Gestir þínir verða að fá
rými til að anda. Mörgum líkar vel að
fá að losna aðeins við gestgjafann í
nokkrar klukkustundir síðdegis og
vera út af fyrir sig; hvfla sig, skoða
bæjarlífið, skokka, fara í gufubað,
sund eða hvað annað.
En það er ekki nóg að hafa
ferðina þaulskipulagða. Það
skiptir líka máli að vera í sam-
bandi við erlendu viðskipta-
vinina meðan á undirbúmngi
ferðarinnar stendur. Hvaða
upplýsingar sendir gestgjaf-
inn til gesta sinna fyrir heim-
sóknina? Hversu langt fyrir
komuna? Hversu ítarlegar
upplýsingar?
EKKIUPPLÝSA UM HIÐ
ÓVÆNTA í
SKOÐUNARFERÐUNUM
Ef til stendur að fara í æv-
intýraferðir er gott að upp-
lýsa alls ekki um hvað eigi að
gera en biðja samt gestina
um að koma með fatnað til
útivistar þar sem farið verði í
skoðunarferðir út í náttúruna. Annað
er dónaskapur ef óvænt á að bjóða
þeim upp á jökul, á vélsleða eða báts-
ferð. Ekki koma þeim í opna skjöldu.
Hver vill vera á blankskóm, hvítri
skyrtu og með bindi uppi á jökli?
Áréttað skal að erlendum gestum
finnst afar gaman að hinu óvænta í
skoðunarferðum. Algengast er að
farið sé í tiltölulega stuttar ferðir og
Viðskiptavinir, sem ekki hafa áður komið til lands-
ins, vilja ólmir fara í ævintýraferðir, eins og að sigla
um Breiðafjörð, þeysa um á snjósleða, fara á jökul og
svo framvegis.
r
Urvals Raðsteninonusla
-innanlands sem utan
Ráðstefnuþjónusta Úrval-Útsýn býður sérhæfða þjónustu við að skipuleggja ráðstefnur á íslandi.
Jafnframt skipuleggjum við þátttöku Islendinga á vörusýningar og ráðstefnur erlendis. Helga Lára
Guðmundsdóttir veitir allar nánari upplýsingar í ráðstefnudeild okkar.
0
*«jw
ÚRVAL-ÚTSÝN
Tfyggmg fyrir gœðum
ÚrvaÞÚtsýn • Lágmúla 4, 108 Reykjavík • Sími 569 9300 • Fax 568 5033
73