Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 5
RITSTJORNARGREIN NÝ RÍKISSTJÓRN Þrátt fyrir að Frjáls verslun óski nýrri ríkisstjórn alls hins besta er því miður ástæða til að hafa nokkrar áhygg- ur af að hún nái ekki nægilegum árangri við að auka hagsæld þjóðarinnar. í leiðurum Frjálsrar verslunar hefur áður verið bent á að þrennt þurfi að gera til að auka hagsæld þjóðarinnar; eyða þurfi fjárlagahallanum, lækka þurfi matarkostnað heimila með raunverulegu frelsi í innflutningi landbún- aðarvara og korna þurfi á veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er rnjög lagt upp úr að halda þeim stöðugleika sem verið hefur í efnahags- lífinu undanfarin ár. Telja verður líklegt að það takist. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að stjórninni takist að eyða fjárlagahallnum á kjörtímabilinu eins og hún boðar. Ekki þarf að fara mörgunt orðum uni mikilvægi þess að skera niður í ríkisútgjöldum og eyða fjárlagahallanum. Ríkið þarf að stöðva skuldasöfnun sína svo hægt verði að tryggja lága vexti og mynda svigrúm fyrir lækkun skatta. Það eitt örvar fjárfestingu, framleiðslu og skapar ný störf. Fráfarandi ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks lýsti því yfir í upphafi starfsferils síns eftir kosn- ingarnar 1991 að höfuðmarkmið hennar væri að eyða fjárlagahallanum fyrir árslok 1993. Það tókst ekki og ekki heldur á öllu kjörtímabilinu. Sörnu sögu er að segja uni fyrri ríkisstjórnir. Nýja ríkisstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu sinni að ná eigi jafnvægi í ríkisfjármálum á kjörtímabilinu. Takið eftir, að aðeins er látið duga að segja „á kjörtímabilinu“. Vissulega hefði verið betra að sjá skýr tímamörk í þessum efnum, svo nauðsynlegt er að korna lagi á ríkisfjármálin. Lækkun matarkostnaðar heimila með raunverulegu frelsi í innflutningi landbúnaðarvara er brýn. Sömuleiðis þarf að draga algerlega úr opinberum stuðningi við land- búnað sem og aðrar atvinnugreinar. Astæða er til að ætla að beinn stuðningur við landbúnaðinn muni aukast aftur á næstu áruni sem þyngi róðurinn í baráttunni við ríkis- útgjöldin. Þá eru það niikil mistök hjá nýrri stjórn að taka ekki upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Það verður að verð- leggja fiskimiðin. Ekki aðeins til að sporna við ofveiði heldur líka til að nýta miðin á sem hagkvæmastan hátt og ná upp nauðsynlegum vexti í greininni. Jafnframt er veiðileyfagjaldið orðið slíkt réttlætismál að búast má við að upp úr sjóði á nteðal þjóðarinnar á næstu árum. Það er ótækt að ekki sé greitt fyrir afnotin af fiskimiðunum, eign allra landsmanna, og að þjóðin horfi upp á að farið sé að greiða eigna- og erfðaskatt af kvótan- um. Ævinlega þegar nýjar ríkisstjórnir taka við velta menn því fyrir sér hvernig þeim takist upp. Þess vegna er ágætt að minna á að eftir því sem frelsi í viðskiptum eykst og ríkisafskipti minnka því minni áhyggjur þarf að hafa af því hvernig ríkisstjórnum takist upp. Því miður eru ríkisafskipti enn allt of mikil hér á landi. TT sm ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYND ARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tfmaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 875380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 875380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 579 kr. á blað. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.