Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 77
REGLUR
augun ber. Fyrir vikið nýtur þú
ferðarinnar miklu betur.
14. Hafðu dagskrána í heimsókn-
inni ekki of þétta. Gefðu gest-
um þínum kost á að eiga stund
út af fyrir sig síðdegis. Þá geta
þeir skoðað borgina á eigin
spýtur, farið í verslanir, stund-
að heilsurækt og þess háttar.
15. Hafðu makadagskrá ef um
stóra hópa er að ræða og gest-
irnir koma með maka. í mörg-
um tilvikum eru fýrirtæki í al-
þjóðlegri samvinnu og halda
ársþing eða ráðstefnur. Þá
koma gestirnir oftast með
maka.
16. Það er sniðugt að drífa gestina
óvænt í Bláa lónið á leiðinni af
flugvellinum upp á hótel. En
vertu varkár og finndu andann í
hópnum varðandi sameiginleg-
ar stundir í sundlaugum, heit-
um pottum eða laugum, sér-
staklega ef gestir þínir eru á
miðjum aldri. Margir eru þá
komnir með spéhræðslu vegna
aukakílóa og vilja síður sýna
„björgunarhringina“. Bjóddu
því upp á valmöguleika, þannig
að þeir, sem ekki vilja fara „of-
an í“, geti gert eitthvað annað á
meðan; fariðígönguferð, skoð-
að svæðið og þess háttar.
17. Viðskiptavinir, sem ekki hafa
áður komið til íslands, vilja ólm-
ir fara í ævintýraferðir, eins og
að sigla um Breiðafjörð, þeysa
um á snjósleða, fara á jökul, aka
um á jeppum, fara á hestbak og
svo framvegis. En hafðu ferð-
irnar ekki of langar. Oftast
kjósa viðskiptavinirnir dags-
ferðir þannig að þeir geti verið
komnir aftur heim á hótel um
kvöldmatarleytið eftir afrek
dagsins.
Nýttu þér reynslu okkar
af ráðstefnum.
Ef þú ætlar að halda ráðstefnu hér á landi
getur þú reitt þig á aðstoð okkar.
B Við önnumst hótelpantanir, skráningu gesta, pant-
anir og skipulag á málsverðum, fundarfyrirkomulag
- jafnvel skemmtiefni ef með þarf!
B Starfsfólk innanlandsdeildar Samvinnuferða
- Landsýnar býr yfir áralangri reynslu. Sú reynsla,
persónuleg þjónusta og mikil þekking tryggir þér
hagkvæmustu lausnina. Gestir þínir eiga í vændum
eftirminnilega og ánægjulega dvöl hér á landi.
B Leitaðu frekari upplýsinga um ráðstejhuþjónustu
okkar hjá Samvinnuferðum - Landsýn, innanlandsdeild.
Samviiiiiiiferilr-Laitilsj/ii
Innanlandsdeild: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 70
Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241