Frjáls verslun - 01.03.1995, Blaðsíða 48
ERLENDIR FRETTAMOLAR
AFTUR TIL
Hvemig er best að markaðssetja
íþróttaskó fyrir aldurshópa undir þrít-
ugu? Með orðsporinu einu saman,
eða það er a.m.k. ein útgáfan í Banda-
ríkjunum, þar sem heimsrisarnir í
íþróttaskóframleiðslu keppast um
markaðinn. Með gamalli tegund frá
sjöunda áratugnum í nýjum búningi
tókst Adidas að auka sölu um 80% á
sl. ári, í 340 milljónir dollara, án aug-
lýsinga. Svipað gerði Puma með
FORTIÐAR
körfuboltaskó frá sama áratug, og
seldi 1 milljón para. Tískan hefur
hleypt nýju lífi í Adidas, Converse og
Puma, risum frá sjöunda og áttunda
áratugnum. Samkvæmt könnun
Sporting Goods Intelligence eru Nike
og Reebok þó með stærstu hlutdeild
almennt á bandaríska markaðnum,
eða 29,7% og 21,3% hvort, en næstir
koma Adidas með 5,1% og L.A. Gear
með 4,8%.
Gömul útgáfa af strigaskóm selst vel. Nike og L.A. Gear ætla að markaðs-
setja skó í skautastíl.
VIÐSKIPTAJOFURI
TÉKKLANDI
Hinn 34 ára gamli Zdenek Bakala er
ráðgjafi tékkneska íjármálaráðuneyt-
isins í endurbótum á verðbréfalögum í
landi sínu, auk þess sem hann stýrir
vinsælum sjónvarpsþætti um við-
skiptamál og situr í stjórn kauphallar-
innar í Prag. Fyrir 15 árum flýði hann
til Bandaríkjanna með 50 dollara í vas-
anum, náði sér í MBA-gráðu frá Dart-
mouth-skóla, en er kominn aftur á
gamlar slóðir til að nýta viðskipta-
tækifæri og aðstoða við framþróun
tékknesks fjármálamarkaðar. Eftir að
hafa verið beðinn um að undirbúa og
opna bankaútbú Credit Suisse First
Boston Corp. í Prag ’90, yfirgaf hann
TEXTI: STEFAN FRIÐGEIRSSON
bankann á sl. ári þegar höfuðstöðvar
vildu taka við stjórninni, og stofnaði
fjármálafyrirtækið Patria. Með 4%
hagvexti þjóðarbúsins í ár telur Bak-
ala að markaðurinn muni endurheimta
aðdráttarafl sitt fyrir erlenda fjár-
festa.
Viðskiptafræðingurinn Bakala
kennir Tékkum fjármálafræði og
býður nýja tegund þjónustu sem
veitir bönkum nauðsynlega sam-
keppni.
Aukinn hagnaður og markaðs-
hlutdeild hjá VF, framleiðanda
Wrangler og Lee, undir stjórn
Lawrence R. Pugh.
MILUARÐA DOLLARA
GALLABUXNASALA
Hlutdeild gallabuxnafyrirtækis-
ins VF, framleiðanda Lee og
Wrangler, hefur vaxið úr tæplega
26% í 30% milli áranna ’89 og ’94 á
bandaríska markaðnum og hefur
það gefið þeim forskot á keppi-
nautana s.s. Levi Strauss, sem
misst hefur hlut sinn úr 20% í undir
17% á sama tíma. Hagnaður hefur
aukist úr tæplega 100 í u.þ.b. 300
milljónir dollara milli þessara ára,
og forstjóri VF, Lawrence R.
Pugh, vill heldur græða fé en kom-
ast í tískufréttirnar. Fyrirtækið
hefur komið sér upp tölvuvæddu
upplýsingakerfi til að fylgjast með
hvað viðskiptavinirnir kaupa og ef
vara er til á lager VF er ný vara
send viðkomandi söluaðila næsta
dag, ef ekki er hún pöntuð sjálf-
virkt og send innan viku. Hraðinn
er ekki eini kosturinn við kerfið því
með þessu þarf ekki lengur giska á
endurpantanir og seljendur fá
aðeins vörur sem seljast. Aðrir
framleiðendur og smásalar eru
einnig að þróa svipuð kerfi, enda til
mikils að vinna á bandaríska 7,9
milljarða dollara gallabuxnamark-
aðnum.
48