Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 60

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 60
FOLK HERMANN OHÓSSON, AUGLÝSINGASTOFU Hermann Ottósson hefur aflað sér ménntunar og reynslu á mörgum sviðum og segir að sá grunnur nýtist vel í markaðsstörfum hjá fyrirtæki sínu. „Auglýsingagstofa Reykjavíkur er ungt og dýnamískt fyrirtæki í stöð- ugri sókn. Við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og leggjum okkur fram um að skilja markaðinn og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar. Við höfum sérhæft okkur í gerð markaðs- og kynning- argagna fyrir útflutningsfyr- irtæki sem vilja koma vöru sinni á framfæri á erlendum markaði,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmda- stjóri Auglýsingastofu Reykjavíkur. Hermann er 39 ára og lauk stúdentsprófi frá Kenn- araháskóla Islands 1975. Hann var kennari í fjögur ár í Mosfellsbæ og á Kirkjubæj- arklaustri, en hóf nám við Félagsvísindadeild H.í. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR 1979 og lauk prófi þaðan 1983. Síðan fór hann til Ár- ósa í Danmörku, í fram- haldsnám í félagsvísindum, og lauk embættisprófi 1986 og MBA prófi við verslunar- háskóla Arósa árið eftir. Að því loknu settist Hermann í London City Business School og nam alþjóðavið- skipti. „Ég kom heim 1988 og réði mig til Utflutningsráðs sem markaðsathugunar- stjóri,“ segir Hermann. „1991 tók ég að mér verk- efni fyrir Fagráð bleikju- framleiðenda við að koma íslenskri bleikju á markað erlendis. Sú vinna stóð í þrjú ár og um áramót 1994 stofn- aði ég Auglýsingastofu Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum.“ MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON ANDLIT ÍSLANDS Á INTERNETINU Hermann segir að bak- grunnur sinn, blanda af fé- lagsvísindum og viðskipta- námi ásamt þekkingu og reynslu af starfsemi útflutn- ingsfyrirtækja hafi nýst sér vel og veiti sér ómetanlega innsýn í markaðs- og kynn- ingarstörf á erlendum vett- vangi. „Við veitum sérþjónustu fyrir útflutningsaðila og í október 1994 stofnuðum við nýja deild — Nýmiðlunar- deild, og höfum verið í farar- broddi á Intemetinu með markvissa kynningu á ís- landi og íslenskum fyrir- tækjum. Það má segja að ís- landsgáttin okkar (The Ice- landic Connection) sé andlit REYKJAVIKUR Islands á Internetinu og er hún vel kynnt meðal not- enda netsins erlendis. Hægt er að panta vörur og þjónustu frá Islandi en nú eru 22 fyrirtæki og stofnanir vistaðar á gáttinni, t.d. aðil- ar í ferðaþjónustu og er tals- vert um að fólk panti sér ferðir til íslands á þennan hátt. Við vinnum einnig að aug- lýsingagerð fyrir nokkra trausta viðskiptavini og höf- um sérhæft okkur í hönnun sýningarsvæða og bása á erlendum vörusýningum. Við sjáum t.d. um heildar- útlit á íslenska svæðinu á sjávarútvegssýningunni í Brussel.“ UÓSMYNDAR Á GAMLA ROLEIFLEX Eiginkona Hermanns er Jóhanna Guttormsdóttir Þormar, yfirgarðyrkjufræð- ingur í Grasgarðinum í Reykjavík. Þau eiga 18 og 11 ára syni og 7 ára dóttur. „Ég er áhugamaður um ljósmyndun og tek bæði myndir fyrir sjálfan mig og stofuna á eldgamla Roleiflex myndavél sem ég fékk á fomsölu í Þýskalandi," segir Hermann þegar hann er spurður um frítímann. „Ég fékk eiginlega nóg af utan- landsferðum í mínu fyrra starfi, bjó nánast í ferða- tösku í sex ár. Útivera fylgir ljósmyndaáhuganum og ég hef gaman af stangaveiði, helst á urriðasvæðinu í Laxá í Laxárdal. Ég fer daglega í sund að loknum vinnudegi en nota frítímann annars til að vera með fjölskyldunni, vinum og kunningjum. Ég hef gaman af bóklestri, les allt sem ég næ í,“ sagði Her- mann að lokum. 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.